Handbolti

Snorri Steinn framlengir við Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Alexander Erni Júlíussyni, fyrirliða Vals, á hófi Íþróttamanns ársins í gær.
Snorri Steinn Guðjónsson ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Alexander Erni Júlíussyni, fyrirliða Vals, á hófi Íþróttamanns ársins í gær. vísir/hulda margrét

Snorri Steinn Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við þrefalda meistara Vals út tímabilið 2024-25.

Snorri tók við Val þegar hann kom heim úr atvinnumennsku 2017. Undir hans stjórn hafa Valsmenn tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistarar, tvisvar sinnum bikarmeistarar og tvisvar sinnum deildarmeistarar.

Á síðasta tímabili vann Valur þrefalt og liðið hefur unnið sjö síðustu titla sem í boði hafa verið hér á landi. Þá hafa Valsmenn gert það gott í Evrópudeildinni í vetur og eru í fínni stöðu til að komast í sextán liða úrslit keppninnar.

Snorri var í 2. sæti í kjörinu á þjálfara ársins í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna sem var lýst í gær. Valur var valinn lið ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×