Björgvin Páll sendir IHF bréf vegna umdeildra Covid-reglna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 11:03 Björgvin Páll Gústavsson er á leið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska handboltalandsliðsins, hefur sent Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, bréf vegna umdeildra reglna varðandi Covid-19 sem verða í gildi á HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku. Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira