Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 22:01 Guðmundur segir upptöku af æfingaleik við Pólverja fyrir Ólympíuleikana 2008 hafa skipt sköpum. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. „Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
„Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15