Handbolti

Ómar, Gísli og Bjarki tilnefndir sem bestu handboltamenn heims

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru allir tilnefndir sem bestu handboltamenn heims.
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru allir tilnefndir sem bestu handboltamenn heims. Getty/Handballveszprem.hu

Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru allir tilnefndir sem bestu handboltamenn heims á heimasíðu Handball-Planet.

Þetta er í tólfta sinn sem Handball-Planet stendur fyrir valinu á bestu handboltamönnum heims, en lesendur síðunnar geta tekið þátt og kosið þá sem þeim þykir hafa skarað fram úr.

Tilnefndir eru fjórir leikmenn í hverri stöðu fyrir sig. Ómar Ingi er tilnefndur í stöðu hægri skyttu, Gísli Þorgeir í stöðu miðjumanns og Bjarki Már í vinstra horni.

Ómar og Gísli eru samherjar hjá Magdeburg í Þýskalandi, en Bjarki leikur með Veszprém í Ungverjalandi. Allir verða þeir svo í eldlínunni með íslenska landsliðinu þegar HM hefst í janúar.

Kosningin er opin öllum og er opin til 7. janúar. Hægt er að kjósa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×