„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Bjarki Már Elísson fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Vísi og Stöð 2. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“ „Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Myndi segja að ég væri sterkari andlega, að vera í þessari pressu og spila stóra leiki þar sem mikið er undir. Lenti í smá meiðslum í upphafi tímabils og fór hægt af stað en að undanförnu hefur gengið vel svo ég tel að ég sé í góðum málum fyrir janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali við Vísi og Stöð 2 áður en talið barst að öðrum leikmönnum landsliðsins. „Maður veit bara hvað þeir eru góðir. Er ekkert með hökuna í gólfinu að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] og Ómar Ingi [Magnússon] séu að skora átta til tíu mörk í Meistaradeildinni og að Viktor Gísli [Hallgrímsson] sé að verja vel. Gott fyrir þá að koma fullir sjálfstrausts inn í janúarverkefnið. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög spenntur.“ Hvernig er spennustigið hjá leikmönnum? „Við höfum alveg rætt að við finnum fyrir meiri áhuga. Kannski skiljanlegt eftir síðasta stórmót. Ég get bara talað fyrir mig og þá sem ég þekki vel innan hópsins, við vorum búnir að sjá þetta fyrir okkur. Tvö, þrjú ár síðan við sáum fyrir okkur að við gætum búið til mjög gott lið. Strákarnir sem nefndir voru áðan [Ómar Ingi, Gísli Þorgeir og Viktor Gísli] að koma upp og við vissum alveg að ef þeir myndu halda rétt á spilunum og við í hópnum, í landsliðinu, þá myndi eitthvað gerast á næstu árum.“ „Þetta er ekki að koma okkur á óvart, vissum á hvaða vegferð við vorum og erum. Full snemmt að fara tala um úrslitaleikinn en maður má leyfa sér að dreyma, hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma. Sjá hlutina fyrir þér og þá er líklegra að þeir gerist.“ Er það pirrandi eða spennandi þegar Logi Geirsson segir að Ísland verði heimsmeistarar? „Veit það ekki. Bæði bara. Ég pæli ekkert í því þannig. Hann er að vinna í sjónvarpi og vinnur við að selja vöruna sem hann er að fjalla um. Það er ekkert pirrandi, Logi er snillingur og bara gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal: Bjarki Már leyfir sér dreyma Getum við komist á pall? „Við getum það alveg. Veit að þetta er klisja og allt það en við verðum að eiga góðan riðil. Ef við vinnum ekki riðilinn, ef við förum ekki með þessi fjögur – allavega tvö stig í milliriðli ertu ekki með nógu góðan grunn til að fara upp úr milliriðlinum. Þetta er leiðinlegt að heyra en við verðum að byrja á fyrsta leik á móti Portúgal, þannig er það bara,“ sagði Bjarki Már að lokum.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira