„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 08:01 Vonast er til að Covid hafi ekki eins mikil áhrif á íslenska hópinn líkt og á EM í fyrra. Vísir/Vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla. Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira