„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:46 Þessir þrír eru betri en flestir og raunar allir ef marka má Handkastið. Vísir/Getty Images Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir. Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira