Fleiri fréttir

Guð­mundur búinn að vera í ein­angrun síðan fyrir jól

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól.

Valur selur Tuma Stein til Þýskalands

Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa selt leikstjórnandann Tuma Stein Rúnarsson til þýska B-deildarliðsins Coburg 2000 samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Ferðasaga landsliðsins til Ungverjalands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta flaug til Búdapest í Ungverjalandi í gær og yfirgaf því sóttvarnarkúlu sína á Íslandi eftir níu daga.

Annað smit hjá liði Erlings

Florent Bourget, leikmaður hollenska handboltalandsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Holland er með Íslandi í riðli á EM 2022 og þjálfari liðsins er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson.

Þjóðverjar unnu nauman sigur gegn Frökkum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu í kvöld nauman sigur gegn Frökkum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í vikunni. Lokatölur urðu 35-34.

Eyjakonur í góðum málum fyrir seinni leikinn

Kvennalið ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið mætti tékkneska liðinu Sokol Pisek í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta, 27-20. Leikið var í Vestmannaeyjum, en leikurin taldist þó sem heimaleikur tékkneska liðsins.

Ekkert smit greindist innan íslenska hópsins

Leikmenn og starfsfólk íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem nú dvelur í sóttvarnarbúbblu á Grand Hótel fyrir komandi Evrópumót í handbolta fóru í PCR próf í gær og greindist enginn með kórónuveiruna.

Leik Aftureldingar og Hauka frestað

Leik Aftureldingar og Hauka sem átti að fara fram í Mosfellsbæ í Olís-deild kvenna í dag hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Lærisveinar Alfreðs unnu gegn Sviss

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu fjögurra marka sigur er liðið mætti Sviss í dag. Lokatölur urðu 30-26, en leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í næstu viku.

Spiderman mynd og spurningakeppni hjá strákunum okkar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf að verja sig fyrir veirunni þessa daganna enda gæti smit svo stuttu fyrir Evrópumót verið dýrkeypt. Strákarnir okkar láta sér ekki leiðast þrátt fyrir að vera fastir í búbblunni.

„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“

Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag.

Svíar höfðu betur gegn Hollendingum

Svíþjóð og Holland áttust við í vináttulandsleik í handbolta í kvöld þar sem Svíar höfðu betur 34-30. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku, en Hollendingar eru með íslensku strákunum í riðli.

Einangrun á EM stytt niður í fimm daga

Evrópska handknattleikssambandið hefur staðfest breytingar á reglum varðandi einangrun og sóttkví vegna kórónuveirusmita á Evrópumóti karla sem hefst í næstu viku.

Mun vægari reglur um smitaða leikmenn á EM

Handknattleikssamband Evrópu hefur ákveðið að milda allhressilega reglur sínar varðandi leikmenn sem smitast af kórónuveirunni í aðdraganda EM sem hefst næsta fimmtudag.

„Þá skall þetta bara á okkur“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs.

Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM

Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku.

Strákarnir okkar í búbblunni komust í golf

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á Evrópumótið seinna í þessum mánuði en vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmitum er liðið komið í búbblu.

Sjá næstu 50 fréttir