Óli Stef segir að það sé „eitthvað í loftinu“ hjá íslenska liðinu fyrir EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 08:01 Ólafur Stefánsson skorar fyrir íslenska landsliðið á síðasta stórmóti sínu sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Getty/Jeff Gross/ Ólafur Stefánsson, fyrrum fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er bjartsýnn fyrir gengi íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu en fyrsti leikur strákanna okkar er á föstudaginn. Ólafur verður sérfræðingur í EM stofu Ríkisútvarpsins á meðan mótinu stendur og leysir þar af Arnar Pétursson. Ólafur verður þar við hlið Loga Geirssonar en þeir voru hlið við hlið í íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010. En hvernig leggst þetta Evrópumót í besta handboltamann Íslands frá upphafi. „Bara vel. Fólkið er aðeins að finna tóninn í leikmönnum og ég held að það sé eitthvað í loftinu,“ sagði Ólafur í viðtali á vef RÚV í tilefni að hann var tilkynntur sem nýr sérfræðingur EM stofunnar. „Ég held að ég tali fyrir fleiri en sjálfan mig þegar ég segi að við höfum ekki verið góðir í fyrra. Maður finnur það að liðið vill meira og þá þýðir það náttúrulega augljóslega að byrja á því að komast upp úr riðlinum og það væri frábært ef þeim tækist að taka stig með,“ sagði Ólafur. „Fyrsta og aðalmálið er að vinna Portúgal og byrja þar. Það er alveg lykilleikur,“ sagði Ólafur. Margir leikmenn íslenska liðsins eru meðal markahæstu leikmanna í bestu deild í heimi menn eins og Ómar Ingi Magnússon, Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson. „Menn eru að skora þarna úti í bestu deildinni og augljóslega förum við að setja þá kröfu að þeir geri slíkt hið sama þegar þeir klæðast bláa búningnum. Aron (Pálmarsson) er kominn aftur og þetta lítur nokkuð vel út,“ sagði Ólafur. Það má finna allt viðtalið við Ólaf með því að smella hér. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Sjá meira
Ólafur verður sérfræðingur í EM stofu Ríkisútvarpsins á meðan mótinu stendur og leysir þar af Arnar Pétursson. Ólafur verður þar við hlið Loga Geirssonar en þeir voru hlið við hlið í íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010. En hvernig leggst þetta Evrópumót í besta handboltamann Íslands frá upphafi. „Bara vel. Fólkið er aðeins að finna tóninn í leikmönnum og ég held að það sé eitthvað í loftinu,“ sagði Ólafur í viðtali á vef RÚV í tilefni að hann var tilkynntur sem nýr sérfræðingur EM stofunnar. „Ég held að ég tali fyrir fleiri en sjálfan mig þegar ég segi að við höfum ekki verið góðir í fyrra. Maður finnur það að liðið vill meira og þá þýðir það náttúrulega augljóslega að byrja á því að komast upp úr riðlinum og það væri frábært ef þeim tækist að taka stig með,“ sagði Ólafur. „Fyrsta og aðalmálið er að vinna Portúgal og byrja þar. Það er alveg lykilleikur,“ sagði Ólafur. Margir leikmenn íslenska liðsins eru meðal markahæstu leikmanna í bestu deild í heimi menn eins og Ómar Ingi Magnússon, Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson. „Menn eru að skora þarna úti í bestu deildinni og augljóslega förum við að setja þá kröfu að þeir geri slíkt hið sama þegar þeir klæðast bláa búningnum. Aron (Pálmarsson) er kominn aftur og þetta lítur nokkuð vel út,“ sagði Ólafur. Það má finna allt viðtalið við Ólaf með því að smella hér.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Sjá meira