Handbolti

Ferðasaga landsliðsins til Ungverjalands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það fór vel um leikmenn íslenska landsliðsins í flugvélinni.
Það fór vel um leikmenn íslenska landsliðsins í flugvélinni. HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta flaug til Búdapest í Ungverjalandi í gær og yfirgaf því sóttvarnarkúlu sína á Íslandi eftir níu daga.

Handknattleiksambandið tók saman fróðlegt myndband sem sýndi ferðalag strákanna frá Íslandi til Ungverjalands í gær. Síðustu níu daga hafa strákarnir okkar haldið til á Grand hótel Reykjavík en nú komst hópurinn í nýtt umhverfi.

Ferðadagurinn hófst á því að hópurinn var sóttur klukkan sjö á Grand hótel og haldið var í Leifsstöð þar sem beið þeirra vél Icelandair sem flaug í beinu flugi til Búdapest. Icelandair og Loftleiðir gerði svo sannarlega vel við strákana í dag en þeir flugu út í lúxusþotu flugfélagsins.

Með í för voru meðal annars fjölmiðlafólk frá Vísi, RÚV, Handbolti.is og Morgunblaðinu ásamt Sérsveitinni, stuðningsveit landsliðsins.

Lent var í Búdapest klukkan tvö að staðartíma og eftir að farangri hafði verið komið í merkta rútu íslenska landsliðsins var haldið á dvalarstað strákanna okkar. Eftir innritun á hótelinu tók við PCR próf hjá hópnum ásamt því að landsliðið fór í myndatöku hjá mótshöldurum.

Í dag tekur svo við hefðbundin dagskrá með æfingu og fjölmiðlahittingi. Fyrsti leikurinn er síðan á móti Portúgal á föstudaginn en íslenska liðið fær bara tvær æfingar fram að leik vegna strangra sóttvarnarráðstafana á mótinu.

Það má nálgast myndbandið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×