Handbolti

Einangrun á EM stytt niður í fimm daga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið heldur til Búdapest á þriðjudaginn.
Íslenska liðið heldur til Búdapest á þriðjudaginn. vísir/vilhelm

Evrópska handknattleikssambandið hefur staðfest breytingar á reglum varðandi einangrun og sóttkví vegna kórónuveirusmita á Evrópumóti karla sem hefst í næstu viku.

EHF hafði gefið út að leikmenn þyrftu að fara í fjórtán daga einangrun ef þeir smituðust fyrir EM og tíu daga einangrun ef þeir smituðust á mótinu sjálfu.

Nú hefur reglunum verið breytt. Ef smit greinist þurfa leikmenn að fara í fimm daga einangrun og sýna fram á tvö neikvæð próf til að mega spila á EM. Taka má fyrra prófið á fimmta degi eftir að smitið greinist. Að minnsta kosti sólarhringur þarf að líða milli prófanna tveggja. Svo þarf viðkomandi auðvitað að vera einkennalaus.

Þá er þátttökuliðum heimilt að kalla til leikmenn sem voru utan stóra 35 manna hópsins sem var valinn í desember. Þó þarf sérstakar aðstæður til og mótastjórn EHF þarf að samþykkja beiðni liða sérstaklega.

Smit hafa komið upp hjá nánast öllum landsliðunum sem keppa á EM og fjölmörgum vináttulandsleikjum hefur verið aflýst vegna þess.


Tengdar fréttir

Mun vægari reglur um smitaða leikmenn á EM

Handknattleikssamband Evrópu hefur ákveðið að milda allhressilega reglur sínar varðandi leikmenn sem smitast af kórónuveirunni í aðdraganda EM sem hefst næsta fimmtudag.

„Þá skall þetta bara á okkur“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×