Handbolti

Svíar höfðu betur gegn Hollendingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Svíar unnu fjögurra marka sigur gegn Hollendingum í kvöld.
Svíar unnu fjögurra marka sigur gegn Hollendingum í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Svíþjóð og Holland áttust við í vináttulandsleik í handbolta í kvöld þar sem Svíar höfðu betur 34-30. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku, en Hollendingar eru með íslensku strákunum í riðli.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið um varnir. Ekkert gekk að skilja liðin að fyrir hlé og staðan var 19-19 þegar gengið var til búningsherbergja.

Það hægðist heldur á markaskorun í síðari hálfleik, en það voru Svíarnir sem reyndust sterkari og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30.

Eins og áður segir eru Hollendingar með okkur Íslendingum í B-riðli á EM, en liðin mætas mánudaginn 16. janúar.

Svíar eru með Spáni, Tékklandi og Bosníu og Hersegóvínu í riðli, en fyrsti leikur Svía á mótinu er gegn Bosníu og Hersegóvínu á fimmtudaginn eftir slétta viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×