„Þá skall þetta bara á okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 12:30 Dagur Sigurðsson og hans menn verða ekki með á Asíumótinu sem væntanlega hefur í för með sér að Japan verði ekki með á HM á næsta ári. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs. Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag. Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag.
Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30
Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16
„Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31
Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41