Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 10:00 Erlingur Richardsson hefur gert flotta hluti með hollenska landsliðið og vonast til að taka annað skref í rétta átt á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. EPA-EFE/Marcin Gadomski Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku. Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira