Handbolti

Leik Aftureldingar og Hauka frestað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding mun ekki taka á móti Haukum í dag.
Afturelding mun ekki taka á móti Haukum í dag. Vísir/Daníel

Leik Aftureldingar og Hauka sem átti að fara fram í Mosfellsbæ í Olís-deild kvenna í dag hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Frá þessu er greint á vef HSÍ, en ekki er tekið fram í hvoru liðinu kórónuveirusmitin eru, eða hversu mörg þau eru.

Þá er einnig tekið fram að nýr leiktími verði kynntur síðar.

Enn eru þó tveir leikir á dagskrá í Olís-deild kvenna í dag. Íslandsmeistarar KA/Þórs fá Fram í heimsókn norður klukkan 16:00 og klukkan 18:00 heimsækja Stjörnukonur Val. Báðir leikir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og að leik Vals og Stjörnunnar loknum er Seinni bylgjan á dagskrá þar sem báðum þessum leikjum verða gerð góð skil.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×