Fleiri fréttir

Jónatan: Frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að sóknarleikur sinna manna hafi verið afleitur í seinni hálfleik gegn Stjörnunni. KA-menn voru 16-17 yfir í hálfleik en skoruðu bara sjö mörk eftir hlé og Stjörnumenn unnu öruggan sex marka sigur, 30-24.

Annar stórsigurinn á tveimur dögum og Haukar eru komnir áfram

Haukar eru komnir áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir 12 marka sigur gegn kýpverska liðinu Parnassos Strovolou, 37-25. Liðin mættust einnig í gær þar sem Haukar unnu 25-14, og samanlagður sigur þeirra var því 62-39.

Ótrúlegar lokamínútur tryggðu Selfyssingum jafntefli

Selfoss tók á móti slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Selfyssingar eru í fínum málum fyrir seinni leik liðanna, en ótrúlegar lokamínútur tryggðu liðinu jafntefli, 31-31.

Einar Jónsson: Við unnum og það skiptir máli

Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, var að vonum sáttur með sigur á HK er liðin mættust í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur sem endaði með sigri Fram. Lokatölur 27-25. 

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Haukar í frábærum málum fyrir seinni leikinn

Haukar heimsóttu kýpverska liðið Parnassos Strovolou í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna, en Haukar fara með 11 marka forskot í seinni leikinn eftir stórsigur, 25-14.

Aron skoraði sjö í naumum sigri

Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, og í tveimur þeirra voru Íslendingar í eldlínunni. Arnon Pálmarsson skorai sjö mörk þegar að Álaborg sigraði Skjern með einu marki, 27-26, og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem vann fimm marka sigur gegn TMS Ringsted, 36-31.

KA/Þór með fjögurra marka sigur í fyrsta Evrópuleiknum

Íslandsmeistarar KA/Þórs heimsóttu Kósovómeistara KHF Istogu í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór reyndist sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 26-22.

Janus og félagar björguðu stigi í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen björguðu stigi gegn Íslendingaliði MT Melsungen með Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson innanborðs í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 26-26, en Göppingen var mest fimm mörkum undir í seinni hálfleik.

Aron snýr aftur til leiks

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Elín Jóna valin í úrvalsliðið

Ísland á fulltrúa í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta. Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð sig betur en markverðirnir í hinum 23 liðunum að mati EHF.

Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. 

Aldís Ásta kemur inn fyrir Lovísu

Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir leik Íslands gegn Serbíu í undankeppni EM sem fram fer á Ásvöllum á morgun.

Bjarki Már fór mikinn í sigri

Bjarki Már Elísson var næstmarkahæsti leikmaður Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bronsið til Álaborgar

Íslendingalið Álaborgar tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM félagsliða í handbolta sem fram hefur farið í Sádi Arabíu undanfarna daga.

Rafmagnslaust í Víkinni síðustu tólf mínútur leiksins

Valur vann ellefu marka sigur á Víkingi 19-30. Víkingur byrjaði leikinn betur en eftir að Valur fór að finna leiðir til að koma boltanum framhjá Jovan Kukobat, markmanni Víkings, þá varð leikurinn auðveldur fyrir Íslands og bikarmeistarana. 

Sjá næstu 50 fréttir