Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 19-30 | Valur ekki í vandræðum með nýliða Víkings

Andri Már Eggertsson skrifar
Fram Valur Coca cola bikar karla vetur 2021 handbolti bikarúrslit
Fram Valur Coca cola bikar karla vetur 2021 handbolti bikarúrslit Hulda Margrét

Valur vann sannfærandi ellefu marka sigur á Víkingi 19-30.

Víkingur byrjaði leikinn betur en eftir að Valur komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og Jovan Kukobat, markmaður Víkings, hætti að verja flest öll skot Vals var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn.

Eftir að hafa verið undir miklu leikjaálagi fékk Valur viku á milli leikja að þessu sinni. Líkt og í bikarleiknum gegn Fram var Valur afar lengi að skora fyrsta markið. Það tók Val sjö og hálfa mínútu að skora fyrsta markið gegn Fram en aðeins fjóra og hálfa mínútu í dag svo um bætingu er að ræða.

Jovan Kukobat, markmaður Víkings, byrjaði leikinn frábærlega og var aðalástæðan fyrir því að Víkingur komst 4-1 yfir.

Valur vann sig betur inn í leikinn þegar líða tók á fyrri hálfleik. Gestirnir þéttu vörnina og komust yfir 6-8. Þá hafði Víkingur ekki skorað í tæplega fimm mínútur.

Tjörvi Týr Gíslason fékk beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks þegar hann fór beint í andlitið á Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni sem kom ekki meira við sögu í leiknum eftir höggið. 

Síðasta mínúta fyrri hálfleiks var bráðfjörug. Á þessum tíma kom beint rautt spjald, tvö vítaköst og vandræði á klukkunni. Hálfleikstölur 11:14. 

Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum en mætti í mark Vals í seinni hálfleik. Innkoma Björgvins var frábær. Björgvin Páll varði 16 skot.

Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðna orðin 15-21 og þá tók Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, sitt síðasta leikhlé. 

Víkingur skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Valur refsaði nýliðunum fyrir lélegan kafla og gerði átta mörk. Leikurinn endaði með sigri Vals 19-30.

Af hverju vann Valur?

Seinni hálfleikur Vals gekk frá þessum leik. Vörn og markvarsla Vals í seinni hálfleik var frábær. Víkingur skoraði aðeins átta mörk í seinni hálfleik. 

Hverjir stóðu upp úr?

Björgvin Páll Gústavsson var á bekknum allan fyrri hálfleikinn en kom inn á í seinni hálfleik og varði sextán skot. 

Tumi Steinn Rúnarsson var markahæsti leikmaður Vals með tíu mörk. 

Jovan Kukobat var langbesti maður Víkings í leiknum. Jovan Kukobat varði 20 skot. 

Hvað gekk illa? 

Sóknarleikur Víkings á síðustu fimmtán mínútum leiksins var afleiddur. Sókn Víkings var fyrirsjáanleg og einkenndist af eigingirni. 

Hvað gerist næst?

Á þriðjudaginn fer fram frestaður leikur Vals og HK. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í Origo-höllinni.

Næsta miðvikudag mætast FH og Víkingur klukkan 19:30 í Kaplakrika.

Snorri Steinn: Víkingur lét okkur hafa fyrir hlutunum

Snorri Steinn var afar ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur dagsins.

„Ég er mjög sáttur með leikinn. Við þurftum að hafa fyrir þessum ellefu marka sigri,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. 

Valur átti góðan seinni hálfleik. Valur vann seinni hálfleikinn 8-16 og var Snorri Steinn ánægður með innkomu Björgvins í marki Vals.

„Við spiluðum betur í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri. Eðlilega vorum við lengi í gang og Jovan Kukobat sá til þess að við skoruðum ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik.“

Tjörvi Týr Gíslason fékk beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og var Snorri Steinn sammála þeim dómi. 

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira