Handbolti

Aldís Ásta kemur inn fyrir Lovísu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valur - Þór/KA Olís deild kvenna vetur 2021 handbolti HSÍ
Valur - Þór/KA Olís deild kvenna vetur 2021 handbolti HSÍ

Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir leik Íslands gegn Serbíu í undankeppni EM sem fram fer á Ásvöllum á morgun.

Aldís Ásta hefur verið ein af burðarásum í miklum uppgangi KA/Þórs í Olís-deild kvenna á undanförnum árum en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.

Hún kemur inn í hópinn fyrir Lovísu Thompson, Val, sem er frá vegna meiðsla sem hún hlaut í leiknum gegn Svíum á dögunum.

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 16 á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.