Þjálfari Gróttu eftir grátlegt tap: „Djöfull langar mig að blóta“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. október 2021 20:15 Arnar Daði var súr og svekktur í kvöld. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var vægast sagt ósáttur með eins marks tap sinna manna gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 24-23 sigri gestanna. „Ég er vonsvikinn. Við vorum ekki nægilega góðir til þess að vinna þennan leik. Ég veit ekki hvort hann Einar Jónsson sé sammála mér en mér fannst Framararnir heldur ekki spes. En það er ekkert spurt að því. Við voruð bara ekki nægilega góðir til að vinna,“ sagði Arnar Daði eftir leik og hélt svo áfram. „Djöfull langar mig að blóta. Við vorum bara alls ekki nægilega góðir. Þetta er eiginlega bara ekki hægt. Við getum ekki verið að spila á sama leveli og andstæðingarnir og svo vonast eftir að vinna þetta í lokin. Við hefðum átt að vera búin að klára þennan leik fyrir löngu en við höfðum ekki gæðin í það.“ „Mér fannst spilamennskan ekki nægilega góð. Ég nenni ekki að vera að segja eitthvað um hvað við hefðum átt að gera. Við áttum bara að vinna Fram í dag. Ég set standard á leikmenn sem ég er með í liðinu. Við erum ekkert með þetta kjallaralið, við erum með hörkuleikmenn en við þurfum bara að fara að spila betri handbolta. Þetta er ekki hægt hérna leik eftir leik.“ „Við stöndum í Val, við stöndum í FH, við stöndum í Fram. Það skiptir engu djöfulsins máli hvað liðin heita. Við mætum alltaf í leik en svo klárum við þetta ekki þegar uppi er staðið. Ég nenni ekki að vera að tuða yfir dómgæslunni. Við getum það ekki þegar við erum ekki skömminni skárri en ég veit allavega ekki hverjir voru bestu leikmenn vallarins í dag.“ „Ég átti nokkur tiltöl við eftirlitsdómarann í leiknum. Mér finnst Sissi (Kristján halldórsson) nú ágætur. Og ég spyr hann oft í leiknum hvort þetta hafi verið réttur dómur eða ekki og ég veit ekki betur heldur en að hann hafi oftar en ekki verið sammála mér og ósammála hans teymi.“ „Ég er svo pirraður að ég gæti gert eitthvað sem ég á ekki að vera að gera þannig ég ætla nú ekki að tjá mig of mikið. Ég veit ekki hvort þessi þáttur sem verður sýndur (Seinni bylgjan) hafi einhvern áhuga á að skoða einhverja dóma en skoðið þessar tvær mínútur á Birgi Stein í lokin.“ „Er ekki brotið á Igor þarna í lokin? Undirhandarskotið sem tekið er undir lokin þegar Rógvi fær hann í fótinn. Þetta er endalaust af dómum. Undir lok seinni hálfleiks kemur hendin upp eftir aðeins 40 sekúndur en þeir eru manni færri í fyrri hálfleik þar sem þeir fá að spila í mínútu áður en höndin kemur upp. Þetta er bara endalaust kjaftæði sem er ekki hægt að lifa með að eilífu,“ sagði Arnar Daði að endingu. Handbolti Íslenski handboltinn Grótta Olís-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Ég er vonsvikinn. Við vorum ekki nægilega góðir til þess að vinna þennan leik. Ég veit ekki hvort hann Einar Jónsson sé sammála mér en mér fannst Framararnir heldur ekki spes. En það er ekkert spurt að því. Við voruð bara ekki nægilega góðir til að vinna,“ sagði Arnar Daði eftir leik og hélt svo áfram. „Djöfull langar mig að blóta. Við vorum bara alls ekki nægilega góðir. Þetta er eiginlega bara ekki hægt. Við getum ekki verið að spila á sama leveli og andstæðingarnir og svo vonast eftir að vinna þetta í lokin. Við hefðum átt að vera búin að klára þennan leik fyrir löngu en við höfðum ekki gæðin í það.“ „Mér fannst spilamennskan ekki nægilega góð. Ég nenni ekki að vera að segja eitthvað um hvað við hefðum átt að gera. Við áttum bara að vinna Fram í dag. Ég set standard á leikmenn sem ég er með í liðinu. Við erum ekkert með þetta kjallaralið, við erum með hörkuleikmenn en við þurfum bara að fara að spila betri handbolta. Þetta er ekki hægt hérna leik eftir leik.“ „Við stöndum í Val, við stöndum í FH, við stöndum í Fram. Það skiptir engu djöfulsins máli hvað liðin heita. Við mætum alltaf í leik en svo klárum við þetta ekki þegar uppi er staðið. Ég nenni ekki að vera að tuða yfir dómgæslunni. Við getum það ekki þegar við erum ekki skömminni skárri en ég veit allavega ekki hverjir voru bestu leikmenn vallarins í dag.“ „Ég átti nokkur tiltöl við eftirlitsdómarann í leiknum. Mér finnst Sissi (Kristján halldórsson) nú ágætur. Og ég spyr hann oft í leiknum hvort þetta hafi verið réttur dómur eða ekki og ég veit ekki betur heldur en að hann hafi oftar en ekki verið sammála mér og ósammála hans teymi.“ „Ég er svo pirraður að ég gæti gert eitthvað sem ég á ekki að vera að gera þannig ég ætla nú ekki að tjá mig of mikið. Ég veit ekki hvort þessi þáttur sem verður sýndur (Seinni bylgjan) hafi einhvern áhuga á að skoða einhverja dóma en skoðið þessar tvær mínútur á Birgi Stein í lokin.“ „Er ekki brotið á Igor þarna í lokin? Undirhandarskotið sem tekið er undir lokin þegar Rógvi fær hann í fótinn. Þetta er endalaust af dómum. Undir lok seinni hálfleiks kemur hendin upp eftir aðeins 40 sekúndur en þeir eru manni færri í fyrri hálfleik þar sem þeir fá að spila í mínútu áður en höndin kemur upp. Þetta er bara endalaust kjaftæði sem er ekki hægt að lifa með að eilífu,“ sagði Arnar Daði að endingu.
Handbolti Íslenski handboltinn Grótta Olís-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira