Handbolti

Benedikt Gunnar var tíu af tíu og fékk líka tíu í einkunn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson var frábær í leiknum í gær.
Benedikt Gunnar Óskarsson var frábær í leiknum í gær. Vísir/Bára Dröfn

Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson átti frábæran leik þegar Valur vann sjö marka sigur á HK í Olís-deild karla í handbolta í gær.

Tölfræðin sýndi vel hversu vel hinn nítján ára gamli Benedikt Gunnar spilaði þennan leik.

Benedikt, sem er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar aðstoðarþjálfara Valsliðsins, skoraði tíu mörk í leiknum þar af komu sex þeirra af vítalínunni. Benedikt klikkaði ekki á skoti í leiknum, var tíu af tíu í skotum.

Benedikt Gunnar skapaði einnig sjö færi fyrir félagana og var með fimm stoðsendingar. Hann bjó því til fimmtán Valsmörk í leiknum og tapaði boltanum á móti aðeins einu sinni.

Hann bjó líka til tvö mörk með því að fiska víti. Tumi Steinn Rúnarsson skoraði úr öðru þeirra en Benedikt sjálfur úr hinu. Alls skoruðu Valsmenn því sextán mörk í leiknum þar sem Benedikt var í aðalhlutverki.

Hann var bæði sá leikmaður sem skoraði mest og gaf flestar stoðsendingar hjá Valsliðinu í leiknum.

Benedikt fékk líka tíu í einkunn hjá HB Statz, bæði fyrir heildarframmistöðu og fyrir sóknarleikinn líka.

Benedikt hafði skorað þrjú mörk og ekki gefið stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum en hann á enn eftir að klikka á skoti Olís-deildinni á leiktíðinni samkvæmt tölfræði HB Statz.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.