„Eðlilegt að gefa rautt spjald þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 19:04 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. fréttablaðið/afp Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, var eðlilega ánægður með sigur liðsins gegn KA. Liðið hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabils. „Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“ Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42