Fleiri fréttir

Góð mæting á leiki í Sevilla

Mótshaldarar í Sevilla eru hæstánægðir með aðsóknina á leikina í B-riðli heimsmeistaramótsins sem fram fara í San Paplo-höllinni. Það er pláss fyrir um 9.500 áhorfendur og á fjórða keppnisdegi var metfjöldi þegar um 6.400 áhorfendur mættu á leikina.

Snorri Steinn kominn upp fyrir Sigga Sveins

Snorri Steinn Guðjónsson er kominn upp í fimmta sætið á listanum yfir markahæstu leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta frá upphafi. Snorri Steinn er langhæstur í hópi leikstjórnenda landsliðsins.

Króatar með fjórða sigurinn í röð

Króatía hélt áfram sigurgöngu sinni á HM í handbolta á Spáni í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Egyptalandi, 24-20. Króatíska liðið þurfti engan glansleik til þess að landa þessum tveimur stigum en framundan hjá liðinu er úrslitaleikur við Spánverja um sigurinn í D-riðlinum.

Pólverjar með sigurmark á síðustu sekúndunni

Robert Orzechowski tryggði Pólverjum 25-24 sigur á Serbum á HM í handbolta í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið sekúndu fyrir leikslok. Pólverjar voru fjórum mörkum undir þegar aðeins 17 mínútur voru eftir af leiknum en áttu frábæran endasprett.

Spánverjarnir sterkari á lokakaflanum

Gestgjafar Spánverja eru áfram á sigurbraut á HM í handbolta á Spáni en þeir unnu sex marka sigur á Ungverjum, 28-22, í fjórða leik sínum í dag. Spánverjar unnu síðustu tíu mínútur leiksins 7-2 og hafa fullt hús eftir fjórar umferðir af fimm.

Suður-Kóreumenn töpuðu fyrir Sádum og eru úr leik

Það gengur ekkert hjá Suður-Kóreu á HM í handbolta á Spáni en liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum og þar á meðal með tveimur mörkum á móti Sádi-Aarbíu í dag, 24-22. Sádi-Aarbar tryggðu sér með þessum sigri úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum á móti Hvíta-Rússlandi á laugardag.

Enn eitt stórtapið hjá Ástralíu

Alsír átti ekki í miklum vandræðum með Ástralíu í fyrsta leik dagsins í D-riðli á HM í handbolta á Spáni. Alsíringar unnu leikinn með 24 mörkum, 39-15, en þetta var fyrsti sigur liðsins á mótinu á Spáni.

Slóvenar með fjórða sigurinn í röð

Slóvenar eru áfram með fullt hús í C-riðli á HM í handbolta eftir eins marks sigur á Hvít-Rússum, 27-26, í dag. Þetta var annar eins marks sigur slóvenska liðsins í röð því liðið vann Pólland 25-24 á þriðjudagskvöldið.

Danir ætla að vinna Makedóníu

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, hefur staðfest að liðið muni gera allt til þess að leggja Makedóníu af velli þó svo leikurinn skipti Dani engu máli.

Aron stoðsendingahæstur á HM

Aron Pálmarsson hefur farið mikinn á HM og er sem fyrr stoðsendingahæstur á HM. Aron er búinn að gefa 24 stoðsendingar og er langefstur.

Hansen vill spila gegn Makedóníu

Íslendingar þurfa á því að halda að Danir standi sig gegn Makedóníu á morgun. Klúðri Danir þeim leik lenda Íslendingar líklega í fjórða sæti og spila þá gegn Frökkum í 16-liða úrslitum keppninnar.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 28-36

Danir tóku íslenska landsliðið í handbolta í kennslustund í kvöld á heimsmeistaramótinu á Spáni. Danir léku varnarmenn Íslands upp úr skónum og 36-28 sigur þeirra var öruggur. Með sigrinum tryggðu Danir sér efsta sætið í riðlinum – en Íslendingar þurfa á sigri að halda gegn Katar á föstudaginn í lokaumferðinni, og stóla á að Danir vinni Makedóníu, til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Vignir: Verðum klárir gegn Katar

"Við áttum að vera löngu búnir að bregðast við sóknarleik Dana þegar við vorum að skipta úr sókn í vörn. Ég veit ekki hvað þeir gerðu mörg mörk úr slíkum færum en þetta gekk ekki upp. Það er eflaust hægt að týna til ýmsa hluti sem voru þeim í hag – þeir hafa hvílt lykilmenn á meðan við vorum í erfiðum leik í gær. Það skiptir engu máli. Þegar á hólminn er komið voru þeir bara betri," sagði Vignir Svavarsson sem náði ekki að komast á blað gegn Dönum í markaskorun.

Snorri: Fengum rassskellingu

Snorri Steinn Guðjónsson segir að það hafi verið erfitt að elta danska liðið í kvöld. Ísland tapaði með átta marka mun, 36-28.

Aron: Áttum erfitt uppdráttar

Aron Kristjánsson játaði fúslega að Danir hefðu verið einfaldlega betri í leiknum gegn Íslandi í kvöld.

Meiri spenna í A-riðlinn - Brasilía vann Túnis

Brasilíumenn settu meiri spennu í A-riðil á HM í handbolta á Spáni eftir fimm marka sigur á Túnis, 27-22, í dag. Túnis var búið að vinna tvo leiki í röð þar á meðal óvæntan sigur á Þjóðverjum en bæði Túnis og Brasilíu eru nú með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Rússland og Makedónía gerðu jafntefli

Makedóníumenn náðu 29-29 jafntefli á móti Rússum í fyrsta leiknum í okkar riðli í dag á HM í handbolta á Spáni en Goce Georgievski tryggði Makedóníu stig þegar hann jafnaði leikinn 20 sekúndum fyirr leikslok.

Þreyta er engin afsökun | myndband

Það er sannkallaður stórleikur á HM í kvöld er Ísland og Danmörk mætast á heimsmeistaramótinu á Spáni. Það er mikið undir í þessum leik gegn frændum okkar. Það er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem gefur tóninn en Of Monsters and Men leika fyrir dansi í myndbandinu hér að ofan.

Wilbek: Frábært sóknarlið mætir frábæru varnarliði

Danir eru taldir á meðal sigurstranglegustu liða á HM í handbolta en liðið tapaði gegn Frökkum í framlengdum úrslitaleik fyrir tveimur árum í Svíþjóð. Þjálfari Dana, Ulrik Wilbek, býst við hörkuleik gegn Íslendingum í kvöld á HM á Spáni – þar sem frábært sóknarlið mætir frábæru varnarliði.

Guðjón Valur: Grjóthöldum kjafti | þetta eru bara Danir

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er sannfærður um að liðið geti lagt Dani að velli þegar liðin mætast í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla í kvöld. Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og eru af mörgum taldir líklegir til þess að standa uppi sem heimsmeistarar.

Boldsen reiknar með dönskum sigri

Arnar Björnsson hitti Joachim Boldsen, fyrrum landsliðsmann Danmerkur, og ræddi við hann um leikinn mikilvæga gegn Íslandi í dag.

Barátta litla og stóra bróður

Leikja- og markahæsti leikmaður Dana frá upphafi telur að Íslendingar eigi erfitt verkefni fyrir höndum gegn Dönum í kvöld. Lars Christiansen spáir Dönum heimsmeistaratitlinum.

Aron Kristjánsson: Við getum unnið Danina

"Við þurfum að safna kröftum fyrir leikinn gegn Dönum. Það er mikið álag á lykilmönnum á meðan Danir hafa nánast farið létt í gegnum þetta mót hingað til. Þeir eru gríðarlega öflugir í hraðaupphlaupunum og seinni bylgjunni. Það þarf að stoppa Mikkel Hansen, hann er frábær skotmaður og finnur aðra leikmenn í kringum sig. Nikolaj Markussen hefur einnig leikið vel á þessu móti og hann er öflugur þegar öll áhersla er lögð á að stöðva Hansen,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu á HM í gær.

Stríðin gegn Dönunum

Ísland hefur spilað þrettán leiki við Dani á stórmótum og aðeins náð að vinna þrjá þeirra. Allir sigrarnir hafa hins vegar verið stórglæsilegir, allt frá því að íslenska liðið vann níu marka sigur á Dönum í Luzern á HM í Sviss 1986 þar til það vann fimm marka sigur á EM í Austurríki 2010.

Katarmenn ekki í vandræðum með Síle - eiga enn möguleika

Katarmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri á HM í handbolta í kvöld þegar liðið vann átta marka sigur á Síle, 31-23, en þessi lið eru eins og kunnugt er í riðli með íslenska landsliðinu. Katar mætir Íslandi í lokaumferðinni og á enn smá möguleika á sæti í átta liða úrslitunum.

Vignir: Bara heppni að ég skoraði þrjú mörk

"Það er bara heppni að ég skoraði þrjú mörk – ég er ekki sterkasta sóknarvopn íslenska landsliðsins," sagði Vignir Svavarsson og glotti eftir 23-19 sigur Íslands gegn Makedóníu.

Þórir: Ætluðum að berja á þeim

"Við ætluðum að berja á þeim og þeir eiga lof skilið Sverre (Jakobsson) og Vignir (Svavarsson) hvernig þeir stóðu vörnina í miðjunni. Björgvin (Gústavsson) fékk þar af leiðandi auðveldari skot á sig. Í sókninni fannst mér þetta allt í lagi – við erum að klikka á skotum og færum sem áttum að nýta,“ sagði Þórir Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu í kvöld.

Valur og Fram unnu bæði

Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Topplið Vals og Fram unnu þá bæði sigra í deildinni.

Danir unnu Síle með 19 marka mun

Danir áttu ekki í miklum vandræðum með Síle í lokaleik okkar riðils á HM í handbolta í kvöld en danska liðið vann leikinn að lokum með 19 marka mun, 43-24, þrátt fyrir að hvíla lykilmenn eins og Mikkel Hansen og Niklas Landin.

Spánverjar jöfnuðu met Íslendinga

Spánverjar fóru illa með Ástrala í dag þegar þjóðirnar mættust í þriðju umferð D-riðilsins á HM í handbolta á Spáni. Spánverjar unnu leikinn með 40 marka mun, 51-11, og er það stærsti sigurinn til þessa á heimsmeistaramótinu á Spáni til þessa.

Björgvin Páll: Afar mikilvægur sigur

Björgvin Páll Gústavsson var í stuði í íslenska markinu gegn Makedóníu í dag en hann varði alls átján skot í sigri íslenska liðsins.

Aron: Vörnin var í heimsklassa

Aron Pálmarsson segir að varnarleikur íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigri þess gegn Makedóníu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir