Handbolti

Aron: Vörnin var í heimsklassa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson segir að varnarleikur íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigri þess gegn Makedóníu í dag.

„Vörnin var í heimsklassa og Björgvin fylgdi svo með. Við eigum að vinna svona leiki, helst með stærri mun. En við klikkuðum á mörgum færum. Ég er þó sáttur við tvö stig," sagði Aron í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld.

Aron átti frábæran dag í vörninni en hann fékk það hlutverk að gæta Kiril Lazarov - sem náði sér engan veginn á strik.

„Ég fíla það best að vera settur á einn mann. Mér fannst hann gera lítið en það vörnin sem skóp þetta."

„Við vorum búnir að fara vel yfir þeirra leik og búnir að setja okkur ákveðnar reglur sem við fórum eftir. Þannig virkar þetta best."

Ísland mætir Danmörku á morgun og Aron hlakkar til þess.

„Það er alltaf gaman að mæta Dönum enda yfirleitt hörkuleikir. Við ætlum að mæta til leiks með það markmið að vinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×