Ernir Hrafn: Draumur að rætast að fá að vera í þessu liði Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. janúar 2013 07:00 Ernir Hrafn Arnarson skoraði eitt mark á móti Dönum. Mynd/Vilhelm Ernir Hrafn Arnarson fékk óvænt símtal hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara sl. sunnudagskvöld. Aron hafði ákveðið að taka Erni inn í landsliðshópinn eftir tvo fyrstu leiki Íslands í riðlakeppninni – og Ólafur Guðmundsson var settur út úr hópnum. Ernir var ekki búinn að taka upp úr töskunum eftir langt ferðalag frá Íslandi til Düsseldorf í Þýskalandi þegar hann var rokinn af stað á ný áleiðis til Spánar. „Ég fékk aðeins lengra jólafrí hjá Emsdetten þar sem ég spila og ég var búinn að vera í flug- og lestarferðum þegar símtalið kom. Það var því ekkert annað að gera en að drífa sig í flug um nóttina frá Düsseldorf til Madrid, og síðan tók við löng lestarferð til Sevilla. Ég var því aðeins lúinn á fyrstu æfingunni á mánudagskvöld en ég kvarta ekki – það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. Ernir Hrafn er 26 ára gamall, örvhent skytta, og hann lék æfingaleikina gegn Túnis í lok desember og var síðan í æfingahópnum þar til Aron tilkynnti hvaða leikmenn hann valdi fyrir HM á Spáni. „Það eru eflaust margir á Íslandi sem hafa ekki hugmynd um hver ég er, enda er það eðlilegt. Aron hefur sett mig í það hlutverk að leysa Ásgeir Örn Hallgrímsson af í 5-10 mínútur. Og ég þarf að standa mig og þá sérstaklega í varnarhlutverkinu. Á sama tíma þurfum við sem komum inn af bekknum að þora að taka ákvarðanir í sókninni," sagði Ernir en hann skoraði eitt mark gegn Dönum úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. „Það var fínt að skora en leikurinn var ekki góður hjá okkur. Ég gerði mistök í vörninni með því að láta reka mig út af í tvær mínútur í fyrri hálfleik sem var ekki gott fyrir liðið." Ernir Hrafn hefur gengið í gegnum „meiðslapakka" síðustu ár en er að ná fyrri styrk og bjartsýnn á framhaldið. „Samningurinn við Emsdetten rennur út í vor, við erum efstir í næstefstu deild, og stefnan er sett á að komast upp. Ég veit ekki um framhaldið hjá mér en vonandi styrkir það samningsstöðu mína að fá tækifæri hér á HM. Að vera í þessu liði er eitthvað sem ég hef látið mig dreyma um lengi," sagði Ernir Hrafn Arnarson. Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Ernir Hrafn Arnarson fékk óvænt símtal hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara sl. sunnudagskvöld. Aron hafði ákveðið að taka Erni inn í landsliðshópinn eftir tvo fyrstu leiki Íslands í riðlakeppninni – og Ólafur Guðmundsson var settur út úr hópnum. Ernir var ekki búinn að taka upp úr töskunum eftir langt ferðalag frá Íslandi til Düsseldorf í Þýskalandi þegar hann var rokinn af stað á ný áleiðis til Spánar. „Ég fékk aðeins lengra jólafrí hjá Emsdetten þar sem ég spila og ég var búinn að vera í flug- og lestarferðum þegar símtalið kom. Það var því ekkert annað að gera en að drífa sig í flug um nóttina frá Düsseldorf til Madrid, og síðan tók við löng lestarferð til Sevilla. Ég var því aðeins lúinn á fyrstu æfingunni á mánudagskvöld en ég kvarta ekki – það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. Ernir Hrafn er 26 ára gamall, örvhent skytta, og hann lék æfingaleikina gegn Túnis í lok desember og var síðan í æfingahópnum þar til Aron tilkynnti hvaða leikmenn hann valdi fyrir HM á Spáni. „Það eru eflaust margir á Íslandi sem hafa ekki hugmynd um hver ég er, enda er það eðlilegt. Aron hefur sett mig í það hlutverk að leysa Ásgeir Örn Hallgrímsson af í 5-10 mínútur. Og ég þarf að standa mig og þá sérstaklega í varnarhlutverkinu. Á sama tíma þurfum við sem komum inn af bekknum að þora að taka ákvarðanir í sókninni," sagði Ernir en hann skoraði eitt mark gegn Dönum úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. „Það var fínt að skora en leikurinn var ekki góður hjá okkur. Ég gerði mistök í vörninni með því að láta reka mig út af í tvær mínútur í fyrri hálfleik sem var ekki gott fyrir liðið." Ernir Hrafn hefur gengið í gegnum „meiðslapakka" síðustu ár en er að ná fyrri styrk og bjartsýnn á framhaldið. „Samningurinn við Emsdetten rennur út í vor, við erum efstir í næstefstu deild, og stefnan er sett á að komast upp. Ég veit ekki um framhaldið hjá mér en vonandi styrkir það samningsstöðu mína að fá tækifæri hér á HM. Að vera í þessu liði er eitthvað sem ég hef látið mig dreyma um lengi," sagði Ernir Hrafn Arnarson.
Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira