Handbolti

Króatar með fjórða sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Króatía hélt áfram sigurgöngu sinni á HM í handbolta á Spáni í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Egyptalandi, 24-20. Króatíska liðið þurfti engan glansleik til þess að landa þessum tveimur stigum en framundan hjá liðinu er úrslitaleikur við Spánverja um sigurinn í D-riðlinum.

Spánn og Króatía hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína og eru örugg með tvö efstu sætin í riðlinum. Spánverjar hafa betri markatölu og nægir því jafntefli á laugardaginn til þess að vinna riðilinn.

Króatar náði fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en voru 11-9 yfir í hálfleik. Króatíska liðið var síðan átta mörkum yfir, 22-14, þegar tíu mínútur voru eftir en Egyptar náðu að laga aðeins stöðuna í lokin.

Marko Kopljar, Manuel Strlek og Ivan Cupic skoruðu allir fjögur mörk fyrir Króatíu og Mirko Alilovic varði fimmtán skot í markinu. Ahmed Mostafa skoraði mest fyrir Egypta eða átta mörk en Mohamed Mamdouh var með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×