Handbolti

Aron stoðsendingahæstur á HM

Aron Pálmarsson hefur farið mikinn á HM og er sem fyrr stoðsendingahæstur á HM. Aron er búinn að gefa 24 stoðsendingar og er langefstur.

Makedóninn Kiril Lazarov er næstur með 16 og Spánverjinn Antonio Jesus Garica er þriðji með 14.

Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr á meðal markahæstu manna á HM en hann er í fimmta sæti eftir leikinn gegn Dönum í gær.

Guðjón er búinn að skora 27 mörk en Makedóninn Kiril Lazarov er markahæstur með 31 mark. Siarhei Rutenka er annar með 30 mörk en hefur leikið einum leik færra.

Aron er svo í öðru sæti yfir mörk og stoðsendingar á eftir Lazarov. Guðjón Valur er þar í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×