Handbolti

Björgvin Páll: Afar mikilvægur sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson var í stuði í íslenska markinu gegn Makedóníu í dag en hann varði alls átján skot í sigri íslenska liðsins.

„Mér leið mjög vel og hefur liðið vel allt mótið. Nú var munurinn sá að vörnin var að loka mörgum færum. Ég gat blakað 4-5 boltum aftur fyrir og allt slíkt hjálpar til," sagði Björgvin Páll í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og hann gefur okkur mikinn kraft. Við eigum rosalegan leik við Dani strax annað kvöld og menn voru að spila á öllu þeir sem áttu inni í þessum leik."

„Nú þurfum við að hvílast, borða vel og mæta svo Dönunum af krafti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×