Handbolti

Enn eitt stórtapið hjá Ástralíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Alsír átti ekki í miklum vandræðum með Ástralíu í fyrsta leik dagsins í D-riðli á HM í handbolta á Spáni. Alsíringar unnu leikinn með 24 mörkum, 39-15, en þetta var fyrsti sigur liðsins á mótinu á Spáni.

Ástralir hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum á HM á Spáni með 23 mörkum eða meira en Alsíringar eru komnir með þrjú stig eftir þennan sigur og jafntefli við Egypta í gær. Ástralar mæta Egyptalandi á morgun og þar þurfa Egyptar að vinna stórt til þess að ná síðasta sætinu inn í sextán liða úrslitin.

Alsír var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-6, og vann síðan seinni hálfleikinn með 16 mörkum, 25-9.

Omar Chehbour skoraði níu mörk fyrir Alsír, Messaoud Berkous var með fimm mörk og þeir Hamza Zouaoui, Abderrahim Berriah og Ayatallah K. Hamoud skoruðu allir fjögur mörk. Bevan Calvert skoraði mest fyrir Ástralíu eða sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×