Handbolti

Þórir: Ætluðum að berja á þeim

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Þórir Ólafsson fagnar hér einu af fimm mörkum sínum gegn Makedóníu í kvöld.
Þórir Ólafsson fagnar hér einu af fimm mörkum sínum gegn Makedóníu í kvöld. Mynd / Vilhelm
„Við ætluðum að berja á þeim og þeir eiga lof skilið Sverre (Jakobsson) og Vignir (Svavarsson) hvernig þeir stóðu vörnina í miðjunni. Björgvin (Gústavsson) fékk þar af leiðandi auðveldari skot á sig. Í sókninni fannst mér þetta allt í lagi – við erum að klikka á skotum og færum sem áttum að nýta," sagði Þórir Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu í kvöld.

Þórir var næst markahæstur í liði Íslands en hann skoraði alls 5 mörk og var með 83% skotnýtingu.

„Sigurinn er mikilvægastur og ég er ánægður með þetta. Vörnin gekk nánast upp eins og Aron (Kristjánsson) hafði lagt upp með. Við vissum hvernig best var að stöðva Kiril Lazarov og þegar hann er ekki gírnum þá eru ekki margir aðrir sem stíga upp hjá þeim. Þetta var frábær vinnusigur og mikilvægt fyrir sjálfstraustið – það getur allt gerst gegn Dönum," sagði Þórir Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×