Handbolti

Vignir: Bara heppni að ég skoraði þrjú mörk

SIgurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk var stórkostlegur í vörninni í 23-19 sgiri Íslands gegn Makedóníu í kvöld.
Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk var stórkostlegur í vörninni í 23-19 sgiri Íslands gegn Makedóníu í kvöld. Mynd / Vilhelm
„Það er bara heppni að ég skoraði þrjú mörk – ég er ekki sterkasta sóknarvopn íslenska landsliðsins," sagði Vignir Svavarsson og glotti eftir 23-19 sigur Íslands gegn Makedóníu.

„Við vorum að vinna vinnuna okkar og þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur. Stundum gengur varnarleikurinn upp hjá okkur og ef ég vissi afhverju við erum ekki alltaf svona þá værum við margfaldir heimsmeistarar. Ég vil ekki kalla þetta slagsmál hjá okkur þetta er góð handboltavörn."

Sóknarleikinn þarf að laga og ég hef svo sem ekki greint það nákvæmlega – stundum finnst mér vanta aðeins meira „flot" á boltann og fleiri sendingar áður en við skjótum. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum í sóknarleiknum en það þarf bara aðeins meira upp á þetta hjá okkur," sagði Vignir Svavarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×