Handbolti

Kári Kristján: Ekkert kjaftæði gegn Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Kári Kristján Kristjánsson segir það eðlilega kröfu að íslenska landsliðið vinni Katar í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í handbolta.

Ísland er í fjórða sæti B-riðils eftir tap gegn Dönum í dag. Það kemur því ekkert annað til greina hjá strákunum en sigur gegn Katar.

„Þetta var erfitt í dag. Við áttum á brattann að sækja allan leikinn, eins og tölurnar gefa til kynna," sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld.

„Þeir skoruðu mikið og það er erfitt að ætla skora 36 mörk gegn Danmörku."

„Sóknarleikurinn var þannig séð fínn. Við skoruðum 28 mörk og þá fóru þrjú víti í súginn, sem og einhver hraðaupphlaup. Þá erum við í 30 plús mörkum sem er allt í lagi."

Hann lofar óhræddur sigri gegn Katar á föstudag. „Það er virkilega eðlilegt að lofa sigri gegn Katar. Við ætlum að vinna þann leik og ekkert helvítis kjaftæði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×