Handbolti

Snorri: Fengum rassskellingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Snorri Steinn Guðjónsson segir að það hafi verið erfitt að elta danska liðið í kvöld. Ísland tapaði með átta marka mun, 36-28.

„Þeir sýndu í dag að þeir eru með mjög gott lið. Við fengum rassskellingu," sagði Snorri Steinn við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag.

„Við vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum og þeir stungu af í seinni hálfleik. Við réðum ekkert við þá í vörninni og þetta varð að eltingarleik sem var mjög erfiður fyrir okkur."

„Danir voru einfaldlega númer of stórir í dag. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur en við. Við reyndum að bregðast við með breyttum varnarleik en það gekk ekki upp að þessu sinni."

„Mótið er samt ekki búið. Nú þurfum við að klára Katar. Við græðum á því að mótafyrirkomulagið er breytt," sagði Snorri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×