Fleiri fréttir

Lampard tekinn við Everton

Everton kynnti í dag Frank Lampard til leiks sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2024.

„Hann var eins og Guð meðal stuðnings­fólks“

Manchester United hefur tekið þátt í nokkrum stærstum félagaskiptum í sögu enskrar knattspyrnu og knattspyrnu almennt. Bestu kaup félagsins eru þó eflaust þegar það fékk Eric Cantona frá Leeds United árið 1992. Þeir Jamie Carragher og Gary Neville ræddu Cantona og kaupin á honum í þætti sínum á Sky Sports nýverið.

New­cast­le fær Guimarães frá Lyon

Enska knattspyrnufélagið Newcastle United heldur áfram að styrkja sig. Miðjumaðurinn Bruno Guimarães er talinn hafa náð samkomulagi við enska félagið til ársins 2026.

E­ver­ton vill Lampard sem næsta þjálfara

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur boðið Frank Lampard að verða næsti þjálfari liðsins. Lampard hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Chelsea í janúar á síðasta ári.

Rooney hafnaði viðræðum við Everton

Wayne Rooney hafnaði viðræðum um stjórastarfið hjá uppeldisfélagi sínu, Everton, þar sem hann var ekki tilbúinn til að yfirgefa Derby County í þeirri stöðu sem félagið er í.

Liverpool sagt ætla að landa Diaz um helgina

Forráðamenn Liverpool vinna nú að því að landa Luis Diaz, kantmanni Porto, áður en lokað verður fyrir félagaskipti á mánudaginn. Tottenham vildi fá leikmanninn en Liverpool virðist ætla að hafa betur.

Tengdafaðir Van de Beek reynir að koma honum til Crystal Palace

Dennis Bergkamp, fyrrverandi leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hefur haft samband við sinn fyrrum liðsfélaga, Patrick Vieira knattspyrnustjóra Crystal Palace, til að reyna að sannfæra hann um að fjárfesta í tengdasyni sínum.

Lampard gæti tekið við Everton

Frank Lampard, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, er einn af þeim sem þykir ansi líklegur til að taka við stjórastöðu Everton eftir að Rafael Benítez var látinn fara frá félaginu á dögunum.

Traoré á leið til Barcelona

Spænski kantmaðurinn Adama Traoré er á leið til Barcelona frá Wolves ef marka má fjölmiðlamanninn og skúbbkónginn Fabrizio Romano. Traoré hóf feril sinn hjá Börsungum.

Þarf að semja frið við lukkudýrið

Roy Hodgson er mættur á Vicarage Road í Watford sem nýr knattspyrnustjóri samnefnds félags. Þar bíður hans lukkudýr sem hann sagði á sínum tíma að hagaði sér „svívirðilega“.

Roy Hodgson tekinn við Watford

Hinn 74 ára Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Watford og mun hann stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni út tímabilið.

Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum um frestun leikja

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinna munu funda á morgun til að ræða breytingar á reglum sem leyfa liðum að sækja um frestun leikja vegna kórónuveirufaraldursins, en deildin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fjölda frestaðra leikja undanfarnar vikur.

Enrique og Lopetegui á lista United

Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra.

Arteta: Okkur skorti gæði

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var svekktur með markalaust jafntefli sinna manna gegn Burnley í dag. Hann segir að leikmenn liðsins hafa virkað þreyttir og að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins.

Welbeck bjargaði stigi fyrir Brighton

Danny Welbeck sá til þess að Leicester og Brighton skiptu stigunum á milli sín þegar hann jafnaði metin í 1-1 á lokamínútum leiksins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liverpool nálgast toppliðið

Liverpool vann mikilvægan 3-1 sigur er liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var ekki síst mikilvægur þar sem topplið Manchester City tapaði stigum í gær.

„Hann er einn besti þjálfari í heimi“

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu.

Manchester City missteig sig í toppbaráttunni

Topplið Manchester City missteig sig í dag þegar að liðið gerði jafntefli við Southampton á útivelli, 1-1. City hefur verið á miklu skriði undanfarið og geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik.

Sjá næstu 50 fréttir