Fleiri fréttir

Mesut Özil: Hann kallaði mig heigul fyrir framan alla

Það var vitað að Mesut Özil og Jose Mourinho voru ekki miklir vinir þegar Þjóðverjinn lék Real Madrid á sínum tíma en ný hefur þýsku landliðsmaðurinn sagði frá samskiptum þeirra í nýrri bók.

Zlatan vill tveggja ára samning

Zlatan Ibrahimovic er búinn að taka ákvörðun um að hann vilji vera áfram hjá Manchester United en samningurinn þarf að vera til tveggja ára.

Leicester er búið að tala við Hodgson

Englandsmeistarar Leicester City eru í leit að nýjum knattspyrnustjóra og kemur það mörgum á óvart að félagið hafi áhuga á Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands.

Aston Villa vinnur aftur með Birki Bjarna á bekknum

Aston Villa vann í kvöld sinn annan leik í röð í ensku b-deildinni í fótbolta en liðið vann þá 2-0 heimasigur á Bristol City í Íslendingaslag þar sem íslensku landsliðsmennirnir voru á varamannabekknum. Newcastle vann á sama tíma toppslaginn á móti Brighton & Hove Albion.

Framkoma Koeman kom Messumönnum á óvart

Það vakti athygli Hjörvars Hafliðasonar að Ronald Koeman, stjóri Everton, skildi mæta á Twitter eftir að hans gamla félag, Southampton, hafði tapað gegn Man. Utd í úrslitum deildabikarsins.

Voru algjörir klaufabárðar og skemmdu rútu síns eigin liðs

Stuðningsmenn Crystal Palace ætluðu að trufla liðsmenn Middlesbrough fyrir leik Palace og Boro í ensku úrvalsdeildinni um helgina en rugluðust alveg í ríminu með þeim afleiðingum að þeir trufluðu í raun undirbúning síns eigin liðs.

Þriðja þrennan á árinu | Sjáðu mörkin hans Harry

Harry Kane fór heim með boltann eftir leik Tottenham og Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spurs vann leikinn 4-0 og skoraði Kane þrjú fyrstu mörk liðsins í leiknum og það tók hann aðeins 23 mínútur að skora þrennuna.

Zlatan færði Man Utd bikar

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford.

Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri

Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag.

Kane kláraði Stoke í fyrri hálfleik

Stórleikur Harry Kane gerði út um Stoke í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Kane skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri á White Hart Lane.

Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar

Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni.

Telur Zlatan geta leikið til fertugs

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hinn 35 árs gamli Zlatan Ibrahimovic, eigi nokkur ár eftir í fremstu röð og að hann geti leikið þar til hann verður fertugur.

Sutton saknaði átvaglsins af bekknum í dag

Utandeildarlið Sutton United saknaði svo sannarlega varamarkmannsins Wayne Shaw í 3-2 sigri gegn Torquay United í dag en enginn varamarkvörður var til staðar á bekknum þegar Ross Warner, markvörður Sutton meiddist.

Sjá næstu 50 fréttir