Fleiri fréttir

Rooney: Æfðum föst leikatriði í vikunni

"Við vissum að við þyrftum að vinna í dag sama hvað það tæki. Við gætum ekki tapað þessu og leyft Arsenal að ná 11 stiga forskoti á okkur. Við vissum að Arsenal er með mikil af lágvöxnum leikmönnum svo við æfðum föst leikatriði og það borgaði sig í dag," sagði Wayne Rooney, framherji Manchester United í viðtölum eftir leikinn.

Negredo útilokar ekki að Messi spili í ensku deildinni

Alvaro Negredo, framherji Manchester City er ekki tilbúinn að útiloka að Lionel Messi, framherji Barcelona og argentínska landsliðsins spili einn daginn í Englandi. Messi sem margir telja einn besta knattspyrnumann í heimi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona og þyrfti eflaust að greiða háa upphæð fyrir þjónustu hans.

Charlie Adam jafnaði úr víti á fimmtu mínútu í uppbótartíma

Wilfried Bony skoraði tvö mörk fyrir Swansea í kvöld en það dugði þó ekki Swansea til sigurs því Charlie Adam tryggði Stoke 3-3 jafntefli með marki úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu ú uppbótartíma. Swansea komst yfir í 3-2 eftir að Stoke hafi komið í 2-0 í fyrri hálfleik.

Van Persie sá um Arsenal

Manchester United stöðvaði gott gengi Arsenal með 1-0 sigri á Old Trafford í dag.Robin Van Persie skoraði sigurmark Manchester United gegn sínum gömlu félögum en þetta er þriðji leikurinn í röð gegn Arsenal sem Van Persie skorar í.

Vonast eftir eigin gullkynslóð

Arsene Wenger vonar að ungir leikmenn Arsenal geti náð að leika eftir árangur gullárgangs Manchester United.

Tim Krul hetja Newcastle á White Hart Lane

Tim Krul var maður leiksins í 1-0 sigri Newcastle á Tottenham á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Krul átti margar stórbrotnar markvörslur frá leikmönnum Tottenham.

Stór dagur í enska boltanum

Ellefta umferð ensku úrvalsdeildarinnar klárast í dag með fjórum leikjum og stórleikurinn er án vafa leikur Manchester United og Arsenal á Old Trafford.

Slæmt útivallar gengi Manchester City heldur áfram

Sunderland vann 1-0 seiglusigur á Manchester City á Stadium of Light í dag. Þetta er annar sigur Sunderland í síðustu þremur leikjum og virðast vera að taka við sér eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sjö leikjunum.

Giggs: Manchester United er ekki litla liðið í þessum leik

Ryan Giggs, spilandi aðstoðarþjálfari Manchester United og sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, er ekki á því að United sé litla liðið í stórleiknum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Aron Einar: Öxlin er í lagi

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór meiddur af velli í 0-2 tapi Cardiff City á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mourinho: Þetta var víti

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að tapa sínum fyrsta deildarleik á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Kári Árna og félagar áfram í enska bikarnum

Kári Árnason spilaði allan leikinn þegar Rotherham United sló Bradford City út úr ensku bikarkeppninni í dag en bæði liðin spila í ensku C-deildinni. Rotherham United var á heimavelli og vann leikinn 3-0.

Norwich skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik

Norwich fagnaði langþráðum sigri í kvöld þegar liðið vann 3-1 heimasigur á West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti deildarsigur Norwich-liðsins síðan í lok september.

Southampton upp í þriðja sætið - úrslit dagsins í enska boltanum

Southampton ætlar ekki að gefa neitt eftir í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Southampton komst upp í þriðja sætið með þessum sigri þar sem að Chelsea tapaði stigum á heimavelli á móti WBA.

Moyes vildi ekki Özil síðasta sumar

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi það í viðtali í Mirror að félagið hafi átt möguleika á því að kaupa Þjóðverjann Mesut Özil frá Real Madrid síðasta sumar.

Wenger: Ekki spyrja mig, spyrjið frekar dómarana

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, notaði blaðamannafundinn í gær til þess að setja pressu á dómarann Michael Oliver sem verður með flautuna í stórleik Manchester United og Arsenal á Old Trafford á morgun.

Þetta er framundan í enska boltanum í dag

Ellefta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag með sex leikjum og þótt að stórleikurinn sé á morgun (Manchester United-Arsenal) þá er fullt af flottum leikjum á dagskránni í dag.

Upprisa Ramsey

Þegar Arsene Wenger bauð Aaron Ramsey nýjan fimm ára samning í fyrra hristu margir hausinn. Í dag er hann aðalmaðurinn í heitasta liði Englands sem stefnir á að fullkomna frábæra viku á morgun gegn United.

Cech trommar með trommara Queen

Petr Cech, markvörður Chelsea, fékk langþráðan draum uppfylltan á dögunum er hann fékk að spila á trommur með goðinu sínu, Roger Taylor, trommuleikara Queen.

David Silva frá í mánuð vegna meiðsla

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sagði í dag á blaðamannafundi að David Silva, leikmaðru Man. City, verði frá vegna meiðsla næsta mánuðinn.

Chicharito orðaður við Arsenal

Javier Hernandez, framherji Manchester United, er orðaður við Arsenal í enskum miðlum í morgun. Á meðan Arsenal sárvantar framherja er nóg til af þeim á Old Trafford þar sem samkeppnin um framherjastöðurnar er mjög mikil.

Missir Wilshere einnig af leiknum gegn United?

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er efins um hvort Jack Wilshere, leikmaður liðsins, geti tekið þátt í stórleiknum við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn.

Ivanovic: Hazard sættir sig við refsinguna

Branislav Ivanovic, leikmaður Chelsea, segir í enskum fjölmiðlum að Edin Hazard, liðsfélagi hans hjá Chelsea, hafi sætt sig við þá refsingu sem hann fékk í vikunni.

Rooney: Erum að læra á Moyes

Wayne Rooney, framherji Manchester United, telur að liðið sé að öðlast meira sjálfstraust eftir átta leiki í röð án taps í öllum keppnum.

Þrír leikmenn Southampton í enska landsliðshópnum

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið hópinn sem mætir Síle og Þýskalandi í vináttulandsleikjum þann 15. og 19. nóvember. Einn nýliði er í hópnum en Jay Rodriguez, leikmaður Southampton, var valinn af Hodgson en Southampton hefur farið ótrúlega af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Messan: Tíu flottustu mörkin í október

Messan hefur valið tíu flottustu mörkin í ensku úrvalsdeildinni í október en þau voru sýnd í Messunni með Guðmundir Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni í gær.

Messan: Auðvitað áttu menn að hafa vit fyrir Lloris

Enska knattspyrnuliðið Tottenham hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa leyft Hugo Lloris að leika áfram eftir samstuð sem hann varð fyrir við Lukaku í leik gegn Everton en markvörðurinn missti meðvitund.

Moyes: Við þurfum á Hernandez að halda

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, vill meina að liðið þurfi nauðsynlega á Javier Hernandez að halda en Mexíkóinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliði United á tímabilinu en samt sem áður skorað mikilvæg mörk.

Sjá næstu 50 fréttir