Enski boltinn

Kona dæmdi í ensku bikarkeppninni í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amy Fearn með fyrirliðum liðanna.
Amy Fearn með fyrirliðum liðanna. Mynd/NordicPhotos/Getty
Amy Fearn endurskrifaði í dag 142 ára sögu ensku bikarkeppninnar þegar hún dæmdi leik Corby og Dover í fyrstu umferð ensku bikarkeppninnar.

Amy Fearn varð þar með fyrsta konan til að dæma leik í ensku bikarkeppninni en Dover vann leikinn 2-1.  Fearn gaf fjögur gul spjöld í leiknum.

Fearn hefur áður stigið fyrsta skref kvendómara í enska boltanum því í febrúar 2010 varð hún fyrsta konan til að dæma í ensku deildarkeppninni. Þá tók hún við flautunni þegar dómari leiksins meiddist.

Amy Fearn er 35 ára gömul og hefur verið aðstoðardómari í ensku deildarkeppninni frá árinu 2005. Hún hefur verið með FIFA-réttindi frá 2004.

Amy Fearn fær ekki tækifæri til að dæma hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í bikarnum en þau koma ekki inn í bikarkeppnina fyrr en í 3. umferð. Þá leiki dæma aðeins dómarar með landsdómararéttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×