Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gunnar Róbertsson átti góðan leik fyrir Val í kvöld. 
Gunnar Róbertsson átti góðan leik fyrir Val í kvöld.  Vísir/Anton Brink

Handboltavertíðin í Olís-deild karla hófst með leik Stjörnunnar og Vals í Hekluhöllinni í Mýrinni í Garðabænum í kvöld.

Valur hóf leikinn af miklum krafti en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ágústs Þórs Jóhannssonar. Eftit um það bil 10 mínútna leik var staðan orðin 5-1 fyrir gestina frá Hlíðarenda. 

Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Stjörnumenn þá fékk Jón Ásgeir Eyjólfsson í upphafi leiksins að líta beint rautt spjald fyrir að fara í skothöndina á Bjarna í Selvindi þegar hann var kominn í skothreyfingu. 

Valur leiddi með fjórum mörkum, 14-10 í hálfleik, og Hlíðarendaspiltar létu kné fylgja kviði framan af seinni hálfleik. Munurinn varð mestur 10 mörk, 26-16, um miðbik seinni hálfleiks. 

Þá bitu leikmenn Stjörnunnar aðeins frá sér og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 26-22 þegar sirka 10 mínútur voru eftir af leiknum. Skipti þar sköpum innkoma Baldurs Inga Béturssonar í mark Stjörnunnar. 

Nær komst aftur á móti Stjarnan ekki og Valur fór að lokum með fimm marka sigur, 32-27. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira