Enski boltinn

Aguero og Pochettino menn októbermánaðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sergio Aguero
Sergio Aguero
Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, hefur verið valinn leikmaður október mánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, var síðan valinn stóri mánaðarins en hann hefur náð ótrúlegum árangri með liðið á tímabilinu en Southampton situr í sjötta sætir deildarinnar með 19 stig.

Aguero skoraði fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni í október og var frábær í fremstu víglínu fyrir liðið.

Margir vildu reyndar sjá Luis Suarez, leikmann Liverpool, sem leikmann mánaðarins en hann var einnig sérstaklega öflugur.

Suarez skoraði fjögur mörk í október og lagði upp tvö með Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×