Fleiri fréttir

Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍR

Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi.

Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með fréttum af Guðna Bergssyni

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Guðna Bergsson, fyrrum atvinnuknattspyrnumann og fyrirliða íslenska landsliðsins, á undanförnum tveimur dögum. Guðni, sem starfar sem lögfræðingur, hlaut skurðáverka þegar hann kom samstarfsmanni sínum til bjargar á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla í fyrradag.

Kirkjan kom í veg fyrir að ég spilaði með Man. Utd

Portúgali nokkur er kominn í heimsfréttirnar eftir að hann ákvað að kæra baptistakirkjuna og fór fram á tæpa tvo milljarða í skaðabætur þar sem kirkjan hafi komið í veg fyrir möguleika hans á að spila fyrir Man. Utd.

Jóhannes Karl lagði upp sigurmark Huddersfield

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield gefa ekkert eftir í baráttunni um sæti í ensku b-deildinni en þeir unnu 1-0 sigur á Hartlepool í ensku C-deildinni í kvöld. Huddersfield er nú aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu.

Di Matteo: Þessi sigur var fyrir Andre Villas-Boas

Roberto Di Matteo stýrði Chelsea inn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í sínum fyrsta leik sem stjóri liðsins en liðið vann 2-0 útisigur á Birmingham í kvöld. Di Matteo tók við af Andre Villas-Boas sem var rekinn á sunnudaginn.

Chelsea sló út Birmingham í fyrsta leik Di Matteo

Roberto Di Matteo byrjar vel sem stjóri Chelsea því hann stýrði liðinu til 2-0 útisigurs á b-deildarliði Birmingham í endurteknum leik liðanna í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea tryggði sér þar með heimaleik á móti Leicester City í átta liða úrslitum keppninnar.

Rafa þögull um Chelsea | Vill taka við stóru félagi

Spánverjinn Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, er nú sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea en Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í desember árið 2010 er hann var rekinn frá Inter.

Gylfi betri en Lampard

Gylfi Þór Sigurðsson er með bestu tölfræðina af öllum miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa skorað þrjú deildarmörk eða fleiri á þessu tímabili.

Sunnudagsmessan: Ryan Giggs | heiðursmyndband

Ryan Giggs er enn í aðalhlutverki hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þrátt fyrir að vera á 39. aldursári. Nýverið lék Giggs sinn 900. leik fyrir Man Utd en Giggs hefur verið í herbúðum Man Utd frá árinu 1991.

Sunnudagsmessan: 25 sendingar og mark

Enska úrvalsdeildarliði Fulham lék sér að Wolves um helgina þegar liðin áttus við á Craven Cottage heimavelli Fulham. Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í Wolves fengu á sig 5 mörk án þess að svara fyrir sig og eitt marka Fulham var skorað eftir 25 sendingar. Farið var yfir gang mála í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Sunnudagsmessan: Defoe kann vel við sig í Z-14 svæðinu

Jermain DeFoe skoraði sitt 9 deildarmark um helgina í 3-1 tapleik Tottenham gegn Englandsmeistaraliði Manchester United. Defoe hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham en hann kann vel við sig í Z-14 eins og Guðmundur Benediktsson benti á í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Sunnudagsmessan: Pogrebnyak með fullkomna þrennu

Rússinn Pavel Pogrebnyak skoraði þrennu fyrir Fulham í 5-0 sigri liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina. Hinn 28 ára gamli lánsmaður frá þýska liðinu Stuttgart hefur skorað í öllum þeim þremur leikjum sem hann hefur tekið þátt í með Fulham.

Eddie Newton mun aðstoða Di Matteo

Roberto Di Matteo, bráðabirðgastjóri Chelsea, hefur fengið sinn gamla félaga, Eddie Newton, til þess að hjálpa sér með liðið út leiktíðina.

Sunnudagsmessan: Gylfi er með mikla fótboltagreind

Íslenski landsliðsframherjinn Gylfi Þór Sigurðsson var aðalmaðurinn í 2-0 sigri Swansea á útivelli gegn Wigan um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi skoraði bæði mörk Swansea með þrumuskotum og voru mörk hans á meðal 5 bestu marka helgarinnar hjá sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sunnudagsmessan: Robin van Persie gegn Liverpool

Robin van Persie fór á kostum gegn Liverpool um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Hollenski framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins. Farið var yfir varnarleik Liverpool í mörkunum hjá Persie í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Sunnudagsmessan: Umræða um Villas-Boas

Andre Villas-Boas er í atvinnuleit eftir að honum var sagt upp störfum hjá enska knattspyrnuliðinu Chelsea í gær. Hinn 34 ára gamli knattspyrnustjóri frá Portúgal náði ekki að fylgja góðum árangri sínum með Porto í heimalandinu eftir hjá stórliði Chelsea. Málefni Villas-Boas voru til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

De Gea: Ég hef staðið mig virkilega vel

Hinn 21 árs gamli markvörður Man. Utd, David de Gea, er ánægður með fyrstu mánuði sína hjá félaginu þó svo honum hafi gengið misvel í búrinu.

Scolari: Helvíti bíður arftaka Villas-Boas

Viðbrögð enska knattspyrnuheimsins við brottvikingu Andre Villas-Boas frá Chelsea eru ekki jákvæð fyrir félagið. Framkvæmdastjóri samtaka enskra knattspyrnustjóra, Richard Bevan, segir að það sé að verða vandræðalegt fyrir Chelsea hvað það sé duglegt að reka stjóra frá félaginu.

Gylfi: Vil bara fá að spila fótbolta

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Swansea í 2-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Mörkin voru glæsileg – þrumufleygar utan teigs. Hann veit ekki hvað gerist í sumar þegar hann á að fara aftur til Hoffenheim.

Gylfi fagnaði eins og í tölvuleik

Gylfi Þór Sigurðsson vakti mikla lukku meðal aðdáenda tölvuleiksins FIFA þegar hann fagnaði fyrra marki sínu gegn Wigan um helgina. Þá lét hann sig falla í jörðina og lék þar með eftir frægt "fagn“ úr leiknum vinsæla.

Maradona vill sjá Aguero hjá Real Madrid

Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur ráðlagt framherjarnum Sergio Aguero, leikmanni Manchester City, að ganga til liðs við spænsku risana í Real Madrid.

Zlatan hafnaði Arsenal fyrir tólf árum

Zlatan Ibrahimovic segist hafa hafnað tækifæri til að æfa með Arsenal þegar hann var enn að spila með æskufélagi sínu, Malmö í Svíþjóð.

Szczesny: Ég hata Tottenham

Markverðinum Wojciech Szczesny hjá Arsenal hefur verið títtrætt um hversu mikilvægt það er fyrir liðið að enda fyrir ofan erkifjendurna í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola efstur á óskalistanum hjá Abramovich

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, ku vera maðurinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar að leggja allt kapp á að ráða í sumar en félagið rak Andre-Villas Boas í morgun.

Ferguson: Redknapp sá eini sem kemur til greina

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga og að það væri fráleitt að velja annan í starfið.

Manchester United ekki í vandræðum með Tottenham

Manchester United vann nokkuð öruggan 3-1 sigur á Tottenham en leikurinn fór fram á White Hart Lane í London. Ashley Young átti frábæran leik fyrir United og gerði tvö mörk. Rooney kom rauðu djöflunum á bragðið með fyrsta marki leiksins.

Villas-Boas rekinn frá Chelsea

Chelsea hefur ákveðið að segja Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra, upp störfum hjá félaginu. Roberto di Matteo tekur við og stýrir liðinu til loka tímabilsins.

Sjáðu mörkin hans Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæisleg mörk þegar að lið hans, Swansea, vann 2-0 sigur á Norwich í gær. Hér má sjá þrumufleygana tvo.

Enn eitt tapið hjá Cardiff

Lítið gengur hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í enska B-deildarliðinu Cardiff þessa dagana. Liðið tapaði í dag fyrir West Ham, 2-0, á heimavelli.

Southampton marði sigur á seinheppnu liði Leeds

Southampton vann 1-0 útisigur á Leeds á Elland Road í síðdegisleiknum í Championship-deildinnií gær. Markahrókurinn Ricky Lambert skoraði eina mark leiksins í leik sem Leeds átti frá upphafi til enda.

Villas-Boas: Þú verður að spyrja eigandann

Andre Villas-Boas er í slæmri stöðu eftir að lið hans, Chelsea, tapaði í gær fyrir West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Gengi Chelsea upp á síðkastið hefur verið slæmt og Villas-Boas sagður valtur í sessi.

Gylfi: Hefði verið gaman að ná þrennunni

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja dagsins hjá nýliðum Swansea í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á botnliði Wigan á útivelli.

Sjá næstu 50 fréttir