Enski boltinn

Froskavinir vilja að Park hætti að drekka froskasafa

Park kann að meta svalandi froskadjús.
Park kann að meta svalandi froskadjús.
Þrýstihópur í Suður-Kóreu sem kallar sig "Froskavini" hefur biðlað til Ji-Sung Park, leikmanns Man. Utd, um að aðstoða sig í baráttunni gegn froskadrápi í landinu.

Park er einn vinsælasti íþróttamaður landsins og allt frá því hann sagðist hafa drukkið safa gerðan úr soðnum froskum hefur froskadráp aukist gríðarlega í landinu og er nú orðið vandamál.

Park sagði í ævisögu sinni árið 2006 að hann drykki froskasafa reglulega þar sem hann fengi mikinn kraft og meira úthald með því að drekka safann.

Allt síðan þá hafa landar hans verið að veiða froska ólöglega og sjóða þá eins og enginn sé morgundagurinn. Allir vilja sama úthald og Park sem er eins og vél á vellinum - hann stoppar aldrei.

Þrýstihópurinn vill endilega fá Park til þess að sjá ljósið og hjálpa þeim áður en það verður froskalaust í Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×