Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Gylfi er með mikla fótboltagreind

Íslenski landsliðsframherjinn Gylfi Þór Sigurðsson var aðalmaðurinn í 2-0 sigri Swansea á útivelli gegn Wigan um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi skoraði bæði mörk Swansea með þrumuskotum og voru mörk hans á meðal 5 bestu marka helgarinnar hjá sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi Þór var að sjálfsögðu til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Þar sagði Hjörvar Hafliðason m.a. að Gylfi væri með mikla „fótboltagreind".

„Ég hef oft séð Gylfa skora í markmannshornið úr aukaspyrnum. Hann notar elstu „brellu" í heimi og markmenn, sem eru ekki þeir gáfuðustu á vellinum, falla fyrir þessu," sagði Hjörvar m.a. í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×