Enski boltinn

Eddie Newton mun aðstoða Di Matteo

Di Matteo og Newton saman á hliðarlínunni.
Di Matteo og Newton saman á hliðarlínunni.
Roberto Di Matteo, bráðabirðgastjóri Chelsea, hefur fengið sinn gamla félaga, Eddie Newton, til þess að hjálpa sér með liðið út leiktíðina.

Newton var aðstoðarmaður Di Matteo bæði hjá MK Dons og WBA á sínum tíma. Hann þekkir líka vel til hjá Chelsea eftir að hafa spilað þar á sama tíma og Ítalinn. Hann lék 214 leiki fyrir Chelsea.

Flestir aðstoðarmenn Andre Villas-Boas eru einnig horfnir á braut þannig að það er nóg að gera í endurskipulagninu á Stamford Bridge.

Di Matteo mun að öllu óbreyttu stýra Chelsea út þessa leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×