Enski boltinn

Gylfi betri en Lampard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er með bestu tölfræðina af öllum miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa skorað þrjú deildarmörk eða fleiri á þessu tímabili.

Það hafa nefnilega liðið fæstar mínútur á milli marka Gylfa af öllum skráðum miðjumönnum deildarinnar en hann hefur gert örlítið betur en Frank Lampard hjá Chelsea.

Gylfi skoraði bæði mörk Swansea í 2-0 sigri á Wigan um helgina og það hafa liðið 169 mínútur á milli marka hans.

Styðst á milli marka miðju-manna í enska í vetur:

169 mínútur - Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea

3 mörk á 508 mínútum (3 stoðsendingar)

170 mínútur - Frank Lampard, Chelsea

10 mörk á 1696 mínútum (5 stoðs.)

201 mínúta - Adam Johnson, Man. City

5 mörk á 1006 mínútum (6 stoðs.)

202 mínútur - Clint Dempsey, Fulham

12 mörk á 2422 mínútum (5 stoðs.)

220 mínútur - Rafael van der Vaart, Tott.

7 mörk á 1540 mínútum (4 stoðs.)

223 mínútur - Gareth Bale, Tottenham

10 mörk á 2226 mínútum (9 stoðs.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×