Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Defoe kann vel við sig í Z-14 svæðinu

Jermain DeFoe skoraði sitt 9 deildarmark um helgina í 3-1 tapleik Tottenham gegn Englandsmeistaraliði Manchester United. Defoe hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham en hann kann vel við sig í Z-14 eins og Guðmundur Benediktsson benti á í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Heimir Karlsson, sem var gestur Sunnudagsmessunnar í gær, er undrandi á því að Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham skuli velja Louis Saha framyfir Defoe í framlínu liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×