Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Robin van Persie gegn Liverpool

Robin van Persie fór á kostum gegn Liverpool um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Hollenski framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins. Farið var yfir varnarleik Liverpool í mörkunum hjá Persie í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Þáttastjórnendurnir Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason voru með ákveðnar skoðanir á varnarleik Liverpool og gestur þáttarins, Heimir Karlsson, hafði einnig sterkar skoðanir á þessum mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×