Enski boltinn

De Gea: Ég hef staðið mig virkilega vel

Hinn 21 árs gamli markvörður Man. Utd, David de Gea, er ánægður með fyrstu mánuði sína hjá félaginu þó svo honum hafi gengið misvel í búrinu.

Sérstaklega átti De Gea erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins og hann hefur þegar gert sig sekan um nokkur skelfileg mistök.

Hann hefur þó verið vaxandi og oft á tíðum sýnt frábær tilþrif.

"Í fullri alvöru þá finnst mér ég hafa gert meira gott en vont. Það hefur aftur á móti verið fjallað meira um mistökin mín," sagði Spánverjinn.

"Ég hef staðið mig virkilega vel. Ég er mjög sáttur við mína frammistöðu og efast ekki um að ég eigi eftir að vaxa enn meira. Ég er mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég verð að vera það. Það verða allir að læra af sínum mistökum og þekkja sína veikla."

De Gea segir að það sé draumi líkast að spila fyrir stórlið eins og Man. Utd.

"Mér líður eins og mig sé að dreyma þegar ég er inn á í búningsklefa með Giggs og Scholes á hverjum degi. Ég er stoltur af því að spila með þessum strákum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×