Enski boltinn

Roberto di Matteo tók alla leikmenn Chelsea á eintal í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto di Matteo.
Roberto di Matteo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto di Matteo, nýr stjóri Chelsea, eyddi fyrsta vinnudeginum sem knattspyrnustjóri félagsins í að slökkva elda eftir valdatíð Andre Villas-Boas en portúgalski stjórinn var rekinn frá félaginu í gær.

„Þetta eru búnir að vera erfiðir 24 klukkutímar fyrir margt fólk hjá þessu fótboltafélagi. Andre kom inn með margar jákvæðar og nýstárlegar hugmyndir inn í þetta félagið og við munum græða á þeim breytingum sem hann gerði," sagði Roberto di Matteo á blaðamannafundi í dag.

„Ég naut þess að vinna með honum og við verðum áfram vinir til æviloka. Ég mun halda áfram og reyni að gera mitt besta með þá leikmenn sem við höfum hér," sagði Di Matteo sem var aðstoðarmaður Villas-Boas.

„Ég eyddi deginum í að tala við leikmenn liðsins í einrúmi til þess að fá þá til vinna með mér að því verkefni sem er framundan. Við verðum að horfa fram a´vegin og vinna saman að því að ná góðum úrslitum í deildinni, í Meistaradeildinni og í bikarkeppninni," sagði Di Matteo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×