Fleiri fréttir Redknapp var hársbreidd frá því að fá Adam frá Blackpool Harry Redknapp náði ekki að styrkja Tottenham liðið áður en lokað var fyrir félagaskiptin í gær á Englandi. Redknapp var með mörg járn í eldinum og formleg tilboð bárust frá Tottenham í fyrirliða Everton Phil Neville, Charlie Adam hjá Blackpool. Redknapp sagði í dag að það hefði aðeins munað nokkrum mínútum að Adam hefði gengið í raðir Tottenham. 1.2.2011 12:30 Hverjir fóru hvert? - yfirlit yfir leikmannakaup og sölur á Englandi Alls voru 34 leikmenn sem skiptu um vinnustað í gær hjá enskum fótboltaliðum. Mest fór fyrir fréttum af félagaskiptum Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea og Andy Carroll frá Newcastle til Liverpool. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir öll félagaskiptin sem staðfest eru frá því á föstudag. 1.2.2011 12:00 Gabriel Obertan vill fara frá Man Utd Franski leikmaðurinn Gabriel Obertan hefur óskað eftir því að fá að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hinn 21 árs gamli Obertan var keyptur frá Bordeaux í Frakklandi fyrir um 18 mánuðum og hann gerði fjögurra ára samning á þeim tíma. 1.2.2011 11:30 Ryan Giggs besti leikmaður Man Utd frá upphafi að mati stuðningsmanna Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United völdu Ryan Giggs sem besta leikmann félagsins í kosningu sem birt er í tímaritinu Inside United. Goðsagnir á borð við Eric Cantona, George Best og Sir Bobby Charlton náðu ekki að komast upp fyrir Giggs sem hefur leikið með félaginu í tvo áratugi. 1.2.2011 10:50 Chelsea tapaði 13 milljörðum á síðasta rekstrarári en keypti leikmenn fyrir 13,8 í gær Það gekk mikið á í gær á leikmannamarkaðinum í ensku knattspyrnunni en á miðnætti var lokað fyrir leikmannakaup og mörg lið vildu styrkja sig fyrir lokasprettinn á Englandi. Samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá eyddu ensk félagslið um 37 milljörðum kr. í leikmannakaup í janúar 2011 eða 200 milljónum punda en árið 2010 var þessi upphæð „aðeins“ 23 milljónir punda eða 4,3 milljarðar kr. 1.2.2011 10:45 Torres kostar meira en allt byrjunarlið Arsenal Samkvæmt samantekt Sky fréttastofunnar þá eyddu ensku úrvalsdeildarliðin í fótbolta um 200 milljónum punda í leikmannakaup í janúar, sem eru 37 milljarðar kr. Chelsea keypti spænska framherjann Fernando Torres frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda, 9,2 milljarða kr., og samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá kostaði Torres töluvert meira en allt Arsenal liðið sem sigraði Wigan 3-0 fyrir 10 dögum á Emirates. 1.2.2011 10:00 Torres mun ekki leika gegn Sunderland - fjórir leikir í kvöld Fernando Torres mun ekki leika sinn fyrsta leik með Chelsea á morgun þriðjudag gegn Sunderland. Hann verður hinsvegar löglegur með Chelsea eftir vistaskiptin frá Liverpool um næstu helgi og svo skemmtilega vill til að þá mætast þessi lið í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. 1.2.2011 09:30 Milljarðaviðskipti á Merseyside í gær Það snerist allt í kringum Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans enska boltans í gær og á endanum setti félagið tvö milljarðamet. Fyrst með því að kaupa Andy Carroll frá Newcastle fyrir hæstu upphæð sem borguð hefur verið fyrir enskan leikmann og svo með því að selja Fernando Torres til Chelsea fyrir hæstu upphæð sem enskt félag hefur greitt fyrir leikmann. 1.2.2011 06:00 SkySports: Eiður Smári lánaður til Fulham Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið lánaður til Fulham frá Stoke samkvæmt heimildum SkySports. Eiður Smári fór í læknisskoðun í kvöld og í framhaldinu var síðan fengið frá lánsamningnum. BBC hefur síðan staðfest þessar fréttir. 31.1.2011 22:36 Torres: Stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli Fernando Torres er búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea eða til júní 2016. Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í kvöld. 31.1.2011 23:46 Carroll gerði fimm og hálfs árs samning eins og Suarez Andy Carroll er búinn að ganga frá fimm og hálfs árs samning við Liverpool og verður því samningsbundinn til ársins 2016. Þetta er jafnlangur samningur og Luis Suarez skrifaði undir hjá félaginu fyrr í dag. 31.1.2011 23:05 Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag. 31.1.2011 23:00 Everton vildi ekki selja Phil Neville til Tottenham Tottenham reyndi að kaupa Phil Neville, fyrirliða Everton, í kvöld en varð ekki ágengt. Harry Redknapp bauð um 1,5 milljónir punda í þenaan 34 ára miðjumann. 31.1.2011 22:30 Bolton fær Daniel Sturridge á láni frá Chelsea Chelsea hefur lánað Daniel Sturridge til Bolton til loka tímabilsins og mun Sturridge vera í hópnum hjá Bolton í leiknum á móti Wolverhampton Wanderers á miðvikudagskvöldið. 31.1.2011 22:15 Liverpool ekki tilbúið að borga 14 milljónir punda fyrir Adam Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road. 31.1.2011 21:45 Luis Suarez orðinn leikmaður Liverpool og fær sjöuna Liverpool hefur endanlega gengið frá kaupunum á Luis Suarez frá hollenska félaginu Ajax. Liverpool mun borga 22,7 milljónir punda fyrir Suarez eða um fimm milljarða íslenskra króna. 31.1.2011 21:00 Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins. 31.1.2011 20:18 Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea. 31.1.2011 19:43 Newcastle að leita að eftirmanni Andy Carroll Newcastle seldi í dag stjörnuframherjann sinn Andy Carroll til Liverpool og eru forráðamenn félagsins víst á fullu þessa stundina að finna nýjan sóknarmann til að fylla skarð Carroll. 31.1.2011 19:30 Chelsea náði á endanum að kaupa David Luiz frá Benfica Portúgalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Benfica sé búið að selja David Luiz til Chelsea fyrir 21 milljón punda. Luiz er á leiðinni til London til þess að ganga frá nýjum samningi. 31.1.2011 19:15 Liverpool reyndi líka að kaupa Micah Richards Það hefur verið nóg að gera hjá forráðamönnum Liverpool í dag. Þeir hafa þegar keypt Andy Carroll frá Newcastle fyrir metfé og eru langt komnir með að selja Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea. 31.1.2011 19:00 Eiður Smári verður áfram hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 31.1.2011 18:45 Carroll bað sjálfur um vera seldur til Liverpool Andy Carroll bað um að vera seldur til Liverpool í dag og eftir að Newcastle sættist á það að selja stjörnuframherjann sinn þá fór félagið í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum. 31.1.2011 18:30 Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke. 31.1.2011 17:45 Bandaríski landsliðsþjálfarasonurinn á leið til Aston Villa Aston Villa mun fá bandaríska miðjumanninn Michael Bradley á láni frá þýska liðinu Borussia Moenchengladbach til enda þessa tímabils en Bradley er mættur á Villa Park til þess að ganga frá sínum málum. 31.1.2011 16:30 Fer Eiður Smári frá Stoke í dag eða kvöld? Engar fregnir hafa borist í dag af íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen varðandi væntanleg félagaskipti hans frá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. 31.1.2011 15:14 Liverpool búið að kaupa Andy Carroll fyrir 35 milljónir punda Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Newcastle sé búið að samþykkja 35 milljón punda tilboð Liverpool í framherjann Andy Carroll. Þetta ýtir líka undir það að Liverpool sé í raun búið að selja Spánverjann Fernando Torres til Chelsea. 31.1.2011 15:08 Aguero samdi við Atletico Madrid og fer ekki til Englands Argentínumaðurinn Sergio Aguero er ekki á leiðinni frá spænska liðinu Atletico Madrid og hann batt enda á allar vangaveltur þess efnis með því að skrifa undir samning við félagið í hádeginu. 31.1.2011 14:00 Newcastle hafnaði tilboði Liverpool í Andy Carroll Hlutirnir gerast hratt hvað leikmannamálin varðar á Englandi en síðasti dagur félagaskiptagluggans er í dag. Það er eflaust nóg að gera á skrifstofunni hjá Kenny Dalglish en eins og kunnugt vill Fernando Torres fara frá félaginu. 31.1.2011 12:30 Dalglish segir að Torres sé ekki til sölu Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði í morgun að félagið hafi ekki skipt um skoðun frá því á föstudag og spænski framherjinn Fernando Torres er því ekki til sölu. 31.1.2011 12:00 Redknapp neitar því að hafa boðið 38,5 milljónir punda í Aguero Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi boðið 38,5 milljónir punda í framherja Atletico Madrid Sergio Aguero. Redknapp telur að það séu litlar líkur á því að hinn 22 ára gamli landsliðsmaður frá Argentínu verði leikmaður Tottenham áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag. 31.1.2011 11:30 Mun Chelsea bjóða 9 milljarða kr. í Torres? Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi hækkað tilboð sitt í spænska framherjann Fernando Torres í 50 milljón pund eða rúmlega 9 milljarða kr. Hinn 26 ára gamli framherji Liverpool hefur óskað eftir því að vera settur á sölulista en samkvæmt samningi hans við liðið getur hann farið ef eitthvað lið býður 50 milljón pund í hann. 31.1.2011 10:00 Crawley í skýjunum með bikardráttinn Steve Evans, knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Crawley Town, er í skýjunum með að mæta Manchester United í fimmtu umferðinni í ensku bikarkeppninni. Liðið er fyrsta utandeildarliðið í 17 ár sem kemst svona langt í bikarkeppninni. 30.1.2011 23:15 Anelka ekki spenntur fyrir því að fara til Liverpool Samkvæmt fréttavef Sky Sports mun Nicolas Anelka ekki hafa mikinn áhuga á því að ganga til liðs við Liverpool sem skiptimynd í kaupum á Fernando Torres. 30.1.2011 22:34 Suarez stóðst læknisskoðun hjá Liverpool Það virðist fátt koma í veg fyrir að Úrúgvæinn Luis Suarez gangi til liðs við Liverpool á morgun. Hann undirgekkst læknisskoðun hjá félaginu í dag og stóðst hana samkævæmt yfirlýsingu á heimasíðu Liverpool. 30.1.2011 21:30 Taarabt segir United á eftir sér Adel Taarabt, miðjumaður Queens Park Rangers, segir að Manchester United hafi áhuga á sér. Taarabt hefur verið frábær á miðjunni hjá QPR í vetur en liðið er í efsta sæti ensku 1. deildarinnar. 30.1.2011 19:15 O‘Hara til Wolves að láni Jamie O‘Hara er farinn frá Tottenham til Wolves út tímabilið að láni. Þessi 24 ára leikmaður hefur lítið komið við sögu í liði Tottenham í vetur og fær því tækifæri til að spreyta sig í ensku deildinni með Wolves. 30.1.2011 18:45 Tottenham steinlá fyrir Fulham í bikarnum Tottenham er úr leik í ensku bikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Fulham, 4-0, á Craven Cottage í dag. Fulham fékk sannkallaða óskabyrjun þegar þeir fengu vítaspyrnu á 13. mínútu og Michael Dawson fékk að líta rauða spjaldið. 30.1.2011 18:32 Adam Johnson frá í þrjá mánuði Manchester City hefur orðið fyrir áfalli því enski kantmaðurinn Adam Johnson mun ekki leika með liðinu næstu þrjá mánuði vegna meiðla. 30.1.2011 17:15 Ireland í læknisskoðun hjá Newcastle Írinn Stephen Ireland fer í læknisskoðun í dag hjá Newcastle en hann mun að öllum líkindum ganga til liðs við félagið að láni á morgun. 30.1.2011 16:30 United mætir utandeildarliðinu í bikarnum Utandeildarliðið Crawley fékk sannkallaðan óskadrátt í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar því þeir munu leika gegn Manchester United á Old Trafford. 30.1.2011 16:26 City stálheppnir að ná jafntefli við Notts County Milljarðaliðið Manchester City vor heldur betur heppnir að heppnir að ná jafntefli gegn þriðju deildarliðinu Notts County í enska bikarnum í dag. 30.1.2011 15:57 Keane á leiðinni til West Ham Írinn Robbie Keane er á leiðinni til West Ham samkvæmt heimildum Sky Sports. Hann undirgekkst lækknisskoðun í gær og mun fara til félagsins að láni út tímabilið. 30.1.2011 14:30 Arsenal marði sigur á Jóhannesi og félögum Arsenal er komið áfram í fimmtu umferð enska bikarsins eftir sigur á Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Huddersfield. Nicklas Bendtner kom heimamönnum yfir á 21. mínútu leiksins en boltinn fór í netið eftir viðkomu í Peter Clarke varnarmanni Huddersfield. 30.1.2011 14:01 Tottenham á eftir Llorente The Daily Mail fullyrðir í dag að Tottenham ætli sér að reyna að kaupa spænska framherjann Fernando Llorente frá Athletic Bilbao. 30.1.2011 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Redknapp var hársbreidd frá því að fá Adam frá Blackpool Harry Redknapp náði ekki að styrkja Tottenham liðið áður en lokað var fyrir félagaskiptin í gær á Englandi. Redknapp var með mörg járn í eldinum og formleg tilboð bárust frá Tottenham í fyrirliða Everton Phil Neville, Charlie Adam hjá Blackpool. Redknapp sagði í dag að það hefði aðeins munað nokkrum mínútum að Adam hefði gengið í raðir Tottenham. 1.2.2011 12:30
Hverjir fóru hvert? - yfirlit yfir leikmannakaup og sölur á Englandi Alls voru 34 leikmenn sem skiptu um vinnustað í gær hjá enskum fótboltaliðum. Mest fór fyrir fréttum af félagaskiptum Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea og Andy Carroll frá Newcastle til Liverpool. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir öll félagaskiptin sem staðfest eru frá því á föstudag. 1.2.2011 12:00
Gabriel Obertan vill fara frá Man Utd Franski leikmaðurinn Gabriel Obertan hefur óskað eftir því að fá að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hinn 21 árs gamli Obertan var keyptur frá Bordeaux í Frakklandi fyrir um 18 mánuðum og hann gerði fjögurra ára samning á þeim tíma. 1.2.2011 11:30
Ryan Giggs besti leikmaður Man Utd frá upphafi að mati stuðningsmanna Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United völdu Ryan Giggs sem besta leikmann félagsins í kosningu sem birt er í tímaritinu Inside United. Goðsagnir á borð við Eric Cantona, George Best og Sir Bobby Charlton náðu ekki að komast upp fyrir Giggs sem hefur leikið með félaginu í tvo áratugi. 1.2.2011 10:50
Chelsea tapaði 13 milljörðum á síðasta rekstrarári en keypti leikmenn fyrir 13,8 í gær Það gekk mikið á í gær á leikmannamarkaðinum í ensku knattspyrnunni en á miðnætti var lokað fyrir leikmannakaup og mörg lið vildu styrkja sig fyrir lokasprettinn á Englandi. Samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá eyddu ensk félagslið um 37 milljörðum kr. í leikmannakaup í janúar 2011 eða 200 milljónum punda en árið 2010 var þessi upphæð „aðeins“ 23 milljónir punda eða 4,3 milljarðar kr. 1.2.2011 10:45
Torres kostar meira en allt byrjunarlið Arsenal Samkvæmt samantekt Sky fréttastofunnar þá eyddu ensku úrvalsdeildarliðin í fótbolta um 200 milljónum punda í leikmannakaup í janúar, sem eru 37 milljarðar kr. Chelsea keypti spænska framherjann Fernando Torres frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda, 9,2 milljarða kr., og samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá kostaði Torres töluvert meira en allt Arsenal liðið sem sigraði Wigan 3-0 fyrir 10 dögum á Emirates. 1.2.2011 10:00
Torres mun ekki leika gegn Sunderland - fjórir leikir í kvöld Fernando Torres mun ekki leika sinn fyrsta leik með Chelsea á morgun þriðjudag gegn Sunderland. Hann verður hinsvegar löglegur með Chelsea eftir vistaskiptin frá Liverpool um næstu helgi og svo skemmtilega vill til að þá mætast þessi lið í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. 1.2.2011 09:30
Milljarðaviðskipti á Merseyside í gær Það snerist allt í kringum Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans enska boltans í gær og á endanum setti félagið tvö milljarðamet. Fyrst með því að kaupa Andy Carroll frá Newcastle fyrir hæstu upphæð sem borguð hefur verið fyrir enskan leikmann og svo með því að selja Fernando Torres til Chelsea fyrir hæstu upphæð sem enskt félag hefur greitt fyrir leikmann. 1.2.2011 06:00
SkySports: Eiður Smári lánaður til Fulham Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið lánaður til Fulham frá Stoke samkvæmt heimildum SkySports. Eiður Smári fór í læknisskoðun í kvöld og í framhaldinu var síðan fengið frá lánsamningnum. BBC hefur síðan staðfest þessar fréttir. 31.1.2011 22:36
Torres: Stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli Fernando Torres er búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea eða til júní 2016. Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í kvöld. 31.1.2011 23:46
Carroll gerði fimm og hálfs árs samning eins og Suarez Andy Carroll er búinn að ganga frá fimm og hálfs árs samning við Liverpool og verður því samningsbundinn til ársins 2016. Þetta er jafnlangur samningur og Luis Suarez skrifaði undir hjá félaginu fyrr í dag. 31.1.2011 23:05
Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag. 31.1.2011 23:00
Everton vildi ekki selja Phil Neville til Tottenham Tottenham reyndi að kaupa Phil Neville, fyrirliða Everton, í kvöld en varð ekki ágengt. Harry Redknapp bauð um 1,5 milljónir punda í þenaan 34 ára miðjumann. 31.1.2011 22:30
Bolton fær Daniel Sturridge á láni frá Chelsea Chelsea hefur lánað Daniel Sturridge til Bolton til loka tímabilsins og mun Sturridge vera í hópnum hjá Bolton í leiknum á móti Wolverhampton Wanderers á miðvikudagskvöldið. 31.1.2011 22:15
Liverpool ekki tilbúið að borga 14 milljónir punda fyrir Adam Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road. 31.1.2011 21:45
Luis Suarez orðinn leikmaður Liverpool og fær sjöuna Liverpool hefur endanlega gengið frá kaupunum á Luis Suarez frá hollenska félaginu Ajax. Liverpool mun borga 22,7 milljónir punda fyrir Suarez eða um fimm milljarða íslenskra króna. 31.1.2011 21:00
Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins. 31.1.2011 20:18
Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea. 31.1.2011 19:43
Newcastle að leita að eftirmanni Andy Carroll Newcastle seldi í dag stjörnuframherjann sinn Andy Carroll til Liverpool og eru forráðamenn félagsins víst á fullu þessa stundina að finna nýjan sóknarmann til að fylla skarð Carroll. 31.1.2011 19:30
Chelsea náði á endanum að kaupa David Luiz frá Benfica Portúgalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Benfica sé búið að selja David Luiz til Chelsea fyrir 21 milljón punda. Luiz er á leiðinni til London til þess að ganga frá nýjum samningi. 31.1.2011 19:15
Liverpool reyndi líka að kaupa Micah Richards Það hefur verið nóg að gera hjá forráðamönnum Liverpool í dag. Þeir hafa þegar keypt Andy Carroll frá Newcastle fyrir metfé og eru langt komnir með að selja Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea. 31.1.2011 19:00
Eiður Smári verður áfram hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 31.1.2011 18:45
Carroll bað sjálfur um vera seldur til Liverpool Andy Carroll bað um að vera seldur til Liverpool í dag og eftir að Newcastle sættist á það að selja stjörnuframherjann sinn þá fór félagið í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum. 31.1.2011 18:30
Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke. 31.1.2011 17:45
Bandaríski landsliðsþjálfarasonurinn á leið til Aston Villa Aston Villa mun fá bandaríska miðjumanninn Michael Bradley á láni frá þýska liðinu Borussia Moenchengladbach til enda þessa tímabils en Bradley er mættur á Villa Park til þess að ganga frá sínum málum. 31.1.2011 16:30
Fer Eiður Smári frá Stoke í dag eða kvöld? Engar fregnir hafa borist í dag af íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen varðandi væntanleg félagaskipti hans frá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. 31.1.2011 15:14
Liverpool búið að kaupa Andy Carroll fyrir 35 milljónir punda Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Newcastle sé búið að samþykkja 35 milljón punda tilboð Liverpool í framherjann Andy Carroll. Þetta ýtir líka undir það að Liverpool sé í raun búið að selja Spánverjann Fernando Torres til Chelsea. 31.1.2011 15:08
Aguero samdi við Atletico Madrid og fer ekki til Englands Argentínumaðurinn Sergio Aguero er ekki á leiðinni frá spænska liðinu Atletico Madrid og hann batt enda á allar vangaveltur þess efnis með því að skrifa undir samning við félagið í hádeginu. 31.1.2011 14:00
Newcastle hafnaði tilboði Liverpool í Andy Carroll Hlutirnir gerast hratt hvað leikmannamálin varðar á Englandi en síðasti dagur félagaskiptagluggans er í dag. Það er eflaust nóg að gera á skrifstofunni hjá Kenny Dalglish en eins og kunnugt vill Fernando Torres fara frá félaginu. 31.1.2011 12:30
Dalglish segir að Torres sé ekki til sölu Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði í morgun að félagið hafi ekki skipt um skoðun frá því á föstudag og spænski framherjinn Fernando Torres er því ekki til sölu. 31.1.2011 12:00
Redknapp neitar því að hafa boðið 38,5 milljónir punda í Aguero Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi boðið 38,5 milljónir punda í framherja Atletico Madrid Sergio Aguero. Redknapp telur að það séu litlar líkur á því að hinn 22 ára gamli landsliðsmaður frá Argentínu verði leikmaður Tottenham áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag. 31.1.2011 11:30
Mun Chelsea bjóða 9 milljarða kr. í Torres? Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi hækkað tilboð sitt í spænska framherjann Fernando Torres í 50 milljón pund eða rúmlega 9 milljarða kr. Hinn 26 ára gamli framherji Liverpool hefur óskað eftir því að vera settur á sölulista en samkvæmt samningi hans við liðið getur hann farið ef eitthvað lið býður 50 milljón pund í hann. 31.1.2011 10:00
Crawley í skýjunum með bikardráttinn Steve Evans, knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Crawley Town, er í skýjunum með að mæta Manchester United í fimmtu umferðinni í ensku bikarkeppninni. Liðið er fyrsta utandeildarliðið í 17 ár sem kemst svona langt í bikarkeppninni. 30.1.2011 23:15
Anelka ekki spenntur fyrir því að fara til Liverpool Samkvæmt fréttavef Sky Sports mun Nicolas Anelka ekki hafa mikinn áhuga á því að ganga til liðs við Liverpool sem skiptimynd í kaupum á Fernando Torres. 30.1.2011 22:34
Suarez stóðst læknisskoðun hjá Liverpool Það virðist fátt koma í veg fyrir að Úrúgvæinn Luis Suarez gangi til liðs við Liverpool á morgun. Hann undirgekkst læknisskoðun hjá félaginu í dag og stóðst hana samkævæmt yfirlýsingu á heimasíðu Liverpool. 30.1.2011 21:30
Taarabt segir United á eftir sér Adel Taarabt, miðjumaður Queens Park Rangers, segir að Manchester United hafi áhuga á sér. Taarabt hefur verið frábær á miðjunni hjá QPR í vetur en liðið er í efsta sæti ensku 1. deildarinnar. 30.1.2011 19:15
O‘Hara til Wolves að láni Jamie O‘Hara er farinn frá Tottenham til Wolves út tímabilið að láni. Þessi 24 ára leikmaður hefur lítið komið við sögu í liði Tottenham í vetur og fær því tækifæri til að spreyta sig í ensku deildinni með Wolves. 30.1.2011 18:45
Tottenham steinlá fyrir Fulham í bikarnum Tottenham er úr leik í ensku bikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Fulham, 4-0, á Craven Cottage í dag. Fulham fékk sannkallaða óskabyrjun þegar þeir fengu vítaspyrnu á 13. mínútu og Michael Dawson fékk að líta rauða spjaldið. 30.1.2011 18:32
Adam Johnson frá í þrjá mánuði Manchester City hefur orðið fyrir áfalli því enski kantmaðurinn Adam Johnson mun ekki leika með liðinu næstu þrjá mánuði vegna meiðla. 30.1.2011 17:15
Ireland í læknisskoðun hjá Newcastle Írinn Stephen Ireland fer í læknisskoðun í dag hjá Newcastle en hann mun að öllum líkindum ganga til liðs við félagið að láni á morgun. 30.1.2011 16:30
United mætir utandeildarliðinu í bikarnum Utandeildarliðið Crawley fékk sannkallaðan óskadrátt í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar því þeir munu leika gegn Manchester United á Old Trafford. 30.1.2011 16:26
City stálheppnir að ná jafntefli við Notts County Milljarðaliðið Manchester City vor heldur betur heppnir að heppnir að ná jafntefli gegn þriðju deildarliðinu Notts County í enska bikarnum í dag. 30.1.2011 15:57
Keane á leiðinni til West Ham Írinn Robbie Keane er á leiðinni til West Ham samkvæmt heimildum Sky Sports. Hann undirgekkst lækknisskoðun í gær og mun fara til félagsins að láni út tímabilið. 30.1.2011 14:30
Arsenal marði sigur á Jóhannesi og félögum Arsenal er komið áfram í fimmtu umferð enska bikarsins eftir sigur á Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Huddersfield. Nicklas Bendtner kom heimamönnum yfir á 21. mínútu leiksins en boltinn fór í netið eftir viðkomu í Peter Clarke varnarmanni Huddersfield. 30.1.2011 14:01
Tottenham á eftir Llorente The Daily Mail fullyrðir í dag að Tottenham ætli sér að reyna að kaupa spænska framherjann Fernando Llorente frá Athletic Bilbao. 30.1.2011 12:30