Enski boltinn

Torres kostar meira en allt byrjunarlið Arsenal

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Hendry Thomas leikmaður Wigan og Cesc Fabregas.
Hendry Thomas leikmaður Wigan og Cesc Fabregas. Nordic Photos/Getty Images

Samkvæmt samantekt Sky fréttastofunnar þá eyddu ensku úrvalsdeildarliðin í fótbolta um 200 milljónum punda í leikmannakaup í janúar, sem eru 37 milljarðar kr. Chelsea keypti spænska framherjann Fernando Torres frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda, 9,2 milljarða kr., og samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá kostaði Torres töluvert meira en allt Arsenal liðið sem sigraði Wigan 3-0 fyrir 10 dögum á Emirates.

Samanlagt kostaði 11 manna byrjunarliði Arsenal rétt rúmlega 41 milljónir punda eða 7,5 milljarða kr.

Markvörður Arsenal í þeim leik var Wojciech Szczesny sem kemur úr akademíu Arsenal líkt og þeir Jack Wilshere, Johan Djourou og Cesc Fabregas. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal keypti Sami Nasri (15 milljónir punda / 2,7 milljarðar), Laurent Koscielny (9.75 milljónir punda / 1,8 milljarðar kr.), Theo Walcott (7 milljónir punda / 1,3 milljarðar kr.), Bakari Sagna (6 milljónir punda / 1,1 milljarðar kr.), Robin Van Persie (2.75 milljónir punda / 0,5 milljarðar kr.) og Gael Clichy (250,000 pund / 46 milljónir kr. ). Samtals gerir þetta 7,5 milljarða kr. og Wenger á því 1,7 milljarða kr. í afgang miðað við kaupaverðið á Fernando Torres sem var rétt um 9,2 milljarðar kr.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×