Enski boltinn

Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea.

Kaupverðið á Torres er talið vera í kringum 50 milljónir punda sem er það mesta sem enskt félag hefur borgað fyrir leikmann en Carlos Tevez er talinn hafa kostað Manchester City um 47 milljónir punda.

Torres er 26 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan sumarið 2007 þegar félagið keypti hann á um 20 milljónir punda. Torres skoraði 81 mark í 142 leikjum með Liverpool þar af 65 mörk í 102 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea og Liverpool mætast á sunnudaginn en það er ekki ljóst hvort að Torres fái leyfi frá Liverpool til að spila þann leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×